Sigurbjörn Þorkelsson hættir hjá Nomura Holdings 8. mars 2010 09:45 Sigurbjörn Þorkelsson hefur látið af störfum hjá Nomura Holdings en þar starfaði hann sem yfirmaður hlutabréfadeildar fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið. Sigurbjörn fór til Nomura í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers haustið 2008 þegar Nomura yfirtók rekstur Lehman. Bloomberg fréttaveitan fjallar ítarlega um þessa afsögn Sigurbjörns í dag en hann er annar yfirmaður Nomura í Asíu sem hættir störfum. Nomura er stærsta verðbréfamiðlun Japans. Sigurbjörn segir í samtali við Reuters að hann hafi þegar ráðið sig í aðra stöðu hjá samkeppnisaðila Nomura en hann vildi ekki að svo stödd upplýsa um hver væri hinn nýji vinnuveitandi hans. Fram kemur í frétt á Blommberg að þeir lykilstarfsmenn sem fylgdu með í yfirtökunni á Lehman Brothers árið 2008 hefðu fengið borgaða bónusa sína fyrir að halda áfram störfum sínum nú um síðustu mánaðarmót. Katsunobu Komizo forstjóri Executive Search Partners segir að útlendingum sem hafa komið til starfa fyrir Nomura hafi fundist það erfitt vegna menningarmunarins. „Brottför lykilstarfsmanna mun hafa neikvæð áhrif á alþjóðastarfsemi Nomura og slíkt er líklegt til að halda áfram þar sem smakeppnisaðilar ráða hæfileikaríka bankamenn," segir Komizo. Sigurbjörn sem gengur undir gælunafninu „Siggi" að sögn Bloomberg vann um 13 ára skeið hjá Lehman Brothers sem yfirmaður á hlutabréfasviði bankans en hann er menntaður við Háskóla Íslands. Fram kemur að Siggi verður áfram staðsettur í Hong Kong í hinu nýja starfi sínu. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sigurbjörn Þorkelsson hefur látið af störfum hjá Nomura Holdings en þar starfaði hann sem yfirmaður hlutabréfadeildar fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið. Sigurbjörn fór til Nomura í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers haustið 2008 þegar Nomura yfirtók rekstur Lehman. Bloomberg fréttaveitan fjallar ítarlega um þessa afsögn Sigurbjörns í dag en hann er annar yfirmaður Nomura í Asíu sem hættir störfum. Nomura er stærsta verðbréfamiðlun Japans. Sigurbjörn segir í samtali við Reuters að hann hafi þegar ráðið sig í aðra stöðu hjá samkeppnisaðila Nomura en hann vildi ekki að svo stödd upplýsa um hver væri hinn nýji vinnuveitandi hans. Fram kemur í frétt á Blommberg að þeir lykilstarfsmenn sem fylgdu með í yfirtökunni á Lehman Brothers árið 2008 hefðu fengið borgaða bónusa sína fyrir að halda áfram störfum sínum nú um síðustu mánaðarmót. Katsunobu Komizo forstjóri Executive Search Partners segir að útlendingum sem hafa komið til starfa fyrir Nomura hafi fundist það erfitt vegna menningarmunarins. „Brottför lykilstarfsmanna mun hafa neikvæð áhrif á alþjóðastarfsemi Nomura og slíkt er líklegt til að halda áfram þar sem smakeppnisaðilar ráða hæfileikaríka bankamenn," segir Komizo. Sigurbjörn sem gengur undir gælunafninu „Siggi" að sögn Bloomberg vann um 13 ára skeið hjá Lehman Brothers sem yfirmaður á hlutabréfasviði bankans en hann er menntaður við Háskóla Íslands. Fram kemur að Siggi verður áfram staðsettur í Hong Kong í hinu nýja starfi sínu.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira