Tökur á Spaugstofunni hafnar 1. október 2010 07:00 fyrsti tökudagurinn Spaugstofan í „nýju“ heimkynnunum í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Fyrsti tökudagurinn var í gær. fréttablaðið/valli Fyrsti tökudagur Spaugstofunnar fyrir nýjan vinnuveitanda, Stöð 2, var í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg í gær en fyrsti þátturinn fer í loftið laugardaginn 9. október. „Þetta gengur alveg lygilega vel. Þetta er fyrsti dagurinn sem við vinnum með nýju fólki. Það er nýtt fólk á öllum póstum, þ.e. fólk sem hefur ekki áður starfað við þáttinn. Það er eins og það hafi hreinlega aldrei gert neitt annað," segir Karl Ágúst Úlfsson. „Við erum að taka upp í gamla stúdíóinu okkar þar sem við hófum ferilinn fyrir 25 árum. Við kunnum afskaplega vel við andann hérna. Hann er alveg einstakur og okkur finnst við sjá gamla kunningja í hverju horni." Á meðal þeirra sem Spaugstofumenn hafa sagt skilið við eftir áralangt samstarf í Sjónvarpinu eru þau Ragna Fossberg, sminka, og Björn Emilsson, framleiðandi. „Þau eru búin að starfa þar lengi og það er mjög skiljanlegt að þau vilji vera þar áfram. Það kemur maður í manns staðar hér eins og annars staðar," segir Karl Ágúst. Búningar Spaugstofunnar verða líka endurnýjaðir og mun Sigríður Guðjónsdóttir sjá um búningahönnun. Einhverjir búningar verða saumaðir á ný en einnig verður leitað til búningasafna, auk þess sem nýir búningar verða keyptir. Tökudagurinn í gær var nokkurs konar aukadagur, svona rétt til að prufukeyra Spaugstofuvélina í „nýjum" heimkynnum. „Síðan verðum við með annan tökudag eftir viku og eftir það verður ekki aftur snúið," segir Karl Ágúst. „Mér líst afskaplega vel á þetta. Það ríkir alveg dúndrandi stemning og allir eru í góðu formi og góðu skapi." - fb Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
Fyrsti tökudagur Spaugstofunnar fyrir nýjan vinnuveitanda, Stöð 2, var í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg í gær en fyrsti þátturinn fer í loftið laugardaginn 9. október. „Þetta gengur alveg lygilega vel. Þetta er fyrsti dagurinn sem við vinnum með nýju fólki. Það er nýtt fólk á öllum póstum, þ.e. fólk sem hefur ekki áður starfað við þáttinn. Það er eins og það hafi hreinlega aldrei gert neitt annað," segir Karl Ágúst Úlfsson. „Við erum að taka upp í gamla stúdíóinu okkar þar sem við hófum ferilinn fyrir 25 árum. Við kunnum afskaplega vel við andann hérna. Hann er alveg einstakur og okkur finnst við sjá gamla kunningja í hverju horni." Á meðal þeirra sem Spaugstofumenn hafa sagt skilið við eftir áralangt samstarf í Sjónvarpinu eru þau Ragna Fossberg, sminka, og Björn Emilsson, framleiðandi. „Þau eru búin að starfa þar lengi og það er mjög skiljanlegt að þau vilji vera þar áfram. Það kemur maður í manns staðar hér eins og annars staðar," segir Karl Ágúst. Búningar Spaugstofunnar verða líka endurnýjaðir og mun Sigríður Guðjónsdóttir sjá um búningahönnun. Einhverjir búningar verða saumaðir á ný en einnig verður leitað til búningasafna, auk þess sem nýir búningar verða keyptir. Tökudagurinn í gær var nokkurs konar aukadagur, svona rétt til að prufukeyra Spaugstofuvélina í „nýjum" heimkynnum. „Síðan verðum við með annan tökudag eftir viku og eftir það verður ekki aftur snúið," segir Karl Ágúst. „Mér líst afskaplega vel á þetta. Það ríkir alveg dúndrandi stemning og allir eru í góðu formi og góðu skapi." - fb
Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira