Bandaríkin eru á leið í fjárhagslegt járnbrautarslys 29. október 2010 08:42 Hagfræðingurinn Nouriel Roubini segir að hagkerfi Bandaríkjanna sé á leiðinni í fjárhagslegt járnbrautarslys. Þetta kemur fram í grein sem Roubini skrifar í Financial Times í dag. Hagfræðingurinn er þekktur undir viðurnefninu dr. Doom en hann sá m.a. fyrir fjármálakreppuna árið 2007. Roubini segir að mikil hætta sé á að verðhjöðnunartímabil taki við í Bandaríkjunum þegar stjórnvöld fari að draga úr þeim gríðarlegu björgunaraðgerðum sem gripið var til í fjármálakreppunni. Verðhjöðnun sem myndi þýða lítinn vöxt með tilheyrandi miklu atvinnuleysi. Roubini telur að Bandaríkin stefni að ósjálfbærri fjármálastefnu og að væntanleg niðurstaða úr komandi þingkosningum í landinu muni ekki bæta ástandið. „Hættan er að eitthvað í fjármálalífinu muni gefa sig," segir Roubini. „Gikkurinn gæti orðið skuldakreppa í einu af stóru ríkjunum innan Bandaríkjanna." Hann segir að seðlabanki Bandaríkjanna muni draga úr verstu áhrifum hins fjárhagslega járnbrautarslyss sem framundan er með því að slaka enn frekar á peningamálastefnu sinni. „En áhættan sem stjórn Obama stendur þá frammi fyrir er stöðnun eins og í Japan þar sem vöxtur er nær ómögulegur, verðhjöðnun þrýstir á og mikið atvinnuleysi verður viðvarandi," segir Roubini. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagfræðingurinn Nouriel Roubini segir að hagkerfi Bandaríkjanna sé á leiðinni í fjárhagslegt járnbrautarslys. Þetta kemur fram í grein sem Roubini skrifar í Financial Times í dag. Hagfræðingurinn er þekktur undir viðurnefninu dr. Doom en hann sá m.a. fyrir fjármálakreppuna árið 2007. Roubini segir að mikil hætta sé á að verðhjöðnunartímabil taki við í Bandaríkjunum þegar stjórnvöld fari að draga úr þeim gríðarlegu björgunaraðgerðum sem gripið var til í fjármálakreppunni. Verðhjöðnun sem myndi þýða lítinn vöxt með tilheyrandi miklu atvinnuleysi. Roubini telur að Bandaríkin stefni að ósjálfbærri fjármálastefnu og að væntanleg niðurstaða úr komandi þingkosningum í landinu muni ekki bæta ástandið. „Hættan er að eitthvað í fjármálalífinu muni gefa sig," segir Roubini. „Gikkurinn gæti orðið skuldakreppa í einu af stóru ríkjunum innan Bandaríkjanna." Hann segir að seðlabanki Bandaríkjanna muni draga úr verstu áhrifum hins fjárhagslega járnbrautarslyss sem framundan er með því að slaka enn frekar á peningamálastefnu sinni. „En áhættan sem stjórn Obama stendur þá frammi fyrir er stöðnun eins og í Japan þar sem vöxtur er nær ómögulegur, verðhjöðnun þrýstir á og mikið atvinnuleysi verður viðvarandi," segir Roubini.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira