Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2010 18:40 Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent. Skroll-Viðskipti Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira