Lífið

RIFF-hátíð fær erlenda athygli

jim jarmusch Leikstjórinn Jim Jarmusch með heiðursverðlaunin sín sem hann fékk afhent á Bessastöðum.
fréttablaðið/stefán
jim jarmusch Leikstjórinn Jim Jarmusch með heiðursverðlaunin sín sem hann fékk afhent á Bessastöðum. fréttablaðið/stefán

Kvikmyndasíðurnar Indiewire.com og Screendaily.com fjalla um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, sem lauk á sunnudaginn.

Í Screendaily er birt myndasyrpa frá hátíðinni en í Indiwire er löng umfjöllun þar sem farið er fögrum orðum um hátíðina. Þar segir að bæði áhorfendafjöldinn sem mætir á hátíðina og gestrisni starfsfólkins í kringum hana geri hana eins sérstaka og raun ber vitni.

„Allir, allt frá blaðamönnunum og kvikmyndagerðarmönnunum til heiðursgestsins Jims Jarmusch, fengu tækifæri til að snæða kvöldverði þar sem íslensk matargerðarlist var í boði. Þeir fengu einnig að kynnast hinu litríka næturlífi í Reykjavík auk þess sem ferðir út fyrir borgarmörkin voru skipulagðar," skrifar blaðamaðurinn Peter Knegt.

Hann bloggar einnig um hátíðina og fer þar enn fegurri orðum um hana. „Ég hef átt yndislega sjö daga hérna í Reykjavík," skrifar hann og bætir við: „Þetta er frábær kvikmyndahátíð, í frábærri borg og í frábæru landi. Ef þið fáið einhvern tímann tækifæri til að heimsækja eitthvað af þessu þrennu ættuð þið tvímælalaust að gera það."

Fransk-þýska menningarsjónvarpsstöðin ARTE fjallaði einnig um hátíðina fyrir skömmu og talið er að milljónir áhorfenda hafi fylgst með. Þar var hátíðin sögð vinsæl en hógvær og bent á að aðeins hafi verið nokkrir fermetrar af rauðum dregli á opnunarhátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×