Indiana Pacers er á fínni siglingu í NBA-deildinni þessa dagana en liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir hafa ekki verið auðveldir því Pacers skellti Miami um daginn og svo meisturum LA Lakers í nótt og það í Staples Center.
Þetta var fyrsti sigur Indiana á Lakers í Staples Center en Indiana vann síðast útileik gegn Lakers árið 1999. Þá lék Lakers í Forum. Þetta var annað tap Lakers í röð.
Roy Hibbert var sterkastur hjá Indiana með 24 stig og 12 fráköst. Kobe Bryant skoraði 41 stig fyrir Lakers.
Carmelo Anthony lék aðeins í tvær mínútur með Denver sem náði að skella Phoenix í nótt í miklum stigaleik.
Denver náði mest 19 stiga forskoti en það forskot fór niður í eitt stig þegar 22 sekúndur voru eftir. Denver brotnaði ekki og kláraði leikinn.
Jason Richardson var frábær hjá Phoenix með 39 stig en J.R. Smith var bestur hjá Denver með 30 stig.
Úrslitin:
Toronto-Atlanta 78-96
Detroit-NY Knicks 116-125
New Orleans-San Antonio 95-109
LA Clippers-Utah 97-109
NJ Nets-Portland 98-96
Houston-Oklahoma 99-98
Denver-Phoenix 138-133
LA Lakers-Indiana 92-95
Hér má svo sjá flottustu tilþrifin úr leikjum næturinnar.