Ísland átti tuttugu marktilraunir og vann Norður-Íra 2-0 Hjalti Þór Hreinsson skrifar 19. júní 2010 15:30 Sara kom Íslandi yfir. Fréttablaðið/Stefán Ísland vann öruggan sigur á Norður-Írum í undankeppni HM. Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörkin í 2-0 sigri Íslands. Ísland var miklu betra allan leikinn og hefði átt að skora fleiri mörk. Það hélt boltanum nánast allan leikinn og gestirnir áttu ekki eitt skot á markið. Ísland skaut hinsvegar tuttugu sinnum að marki Norður-Íra og var óheppið og kærulaust líka að skora ekki meira. Bæði mörk Íslands voru skallamörk eftir sendingar Eddu Garðarsdóttur, fyrst úr aukaspyrnu og svo úr hornspyrnu. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi, hana má sjá hér fyrir neðan.Ísland – Norður-Írland 2-0 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (14.) 2-0 Katrín Jónsdóttir (59.)Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1187Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 19-0 (7-0).Varin skot: Þóra 0 – Higgins 3.Horn: 13-0.Aukaspyrnur fengnar: 10-8.Rangstöður: 10-2.Byrjunarlið Íslands í dag: Þóra B. Helgadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir (70. Dagný Brynjarsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Logadóttir (58. Dóra María Lárusdóttir), Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (78. Dagný Brynjarsdóttir.) --------------------------------------17.52Leiknum er lokið með 2-0 sigri Íslands17.45: Þetta er að fjara út. Ísland er miklu betra eins og allan leikinn.17.38: Dagný var að skjóta í stöng eftir góðan snúning. Óheppin stelpan.17.37:Hallbera Gísladóttir er komin inn á fyrir Margréti Láru. Hólmfríður er orðin fremst. Annars er lítið að gerast í leiknum.17.26: Dagný Brynjarsdóttir kemur inn á fyrir Katrínu Ómarsdóttir. Íslenska liðið hefur aðeins róast en hefur öll völd á vellinum.17.17. Loksins skilaði hornspyrna marki, sú ellefta í leiknum rataði frá Eddu á kollinn á Katrínu Jónsdóttur sem skallaði boltann í netið. Vel gert og nú geta stelpurnar leyft sér að gera nokkur mistök, þetta á að vera í höfn.17.15 Rakel fer útaf fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur.17.11 Hólmfríður hlýtur að fara að skora! Hún er að niðurlægja þennan bakvörð en hún var í fínu færi en skot hennar rataði rétt framhjá.17.08 Enn er Hólmfríður hættuleg. Hún komst upp kantinn og í þetta sinn skaut hún en Emma Higgins varði vel. Rakel náði frákastinu en varnarmaður komst fyrir skot hennar. Eftir hornið var enn hætta við markið.17.06: Fín byrjun á seinni hálfleik, Hólmfríður kemst enn einu sinni upp kantinn og átti fína fyrirgjöf en Sara hitti boltann illa og skalli hennar fór langt framhjá.17.04: Seinni hálfleikur er hafinn.16.58: Krakkar með Vuvuzela-lúðra eru ekki að gera sig. En hálfleikurinn er allavega að verða búinn. Vonandi skorar Ísland aðeins meira og vinnur þetta sannfærandi.16.47: Hálfleikur. Ísland miklu betra en þarf að skora annað mark sem fyrst til að gestirnir stríði okkur ekkert.16.40:Leikurinn fremur rólegur en Ísland miklu betra. Hólmfríður hefur komist nokkrum sinnum í góðar stöður en ekki náð að nýta sér það.16.33Flott mark en það er dæmt af vegna rangstöðu. Aftur tók Edda aukaspyrnu, nú skallaði Katrín í netið en eins og áður sagði, rangstaða dæmt. Hólmfríður á skot í varnarmann í næstu sókn.16.28:Dauðafæri. Hólmfríður var komin nánast ein í gegn en ætlaði að senda á Margréti Láru. Varnarmaður komst fyrir en Margrét skaut í hana og í horn. Ekkert kom úr því en þetta var áttunda horn Íslands í leiknum.16.21.Hólmfríður var að skjóta yfir úr dauðafæri í markteignum eftir horn. Ísland hefur fengið fjórar hornspyrnur. Hólmfríður hefur verið mjög hættuleg í byrjun leiks.16.17 íslenska liðið er miklu betra en gestirnir frá Norður-Írlandi. Rakel var að skjóta rétt framhjá og skömmu fyrir markið átti Edda skot sem markmaður þeirra varði auðveldlega.16.14 Sara Björk skorar með frábærum skalla eftir aukaspyrnu Eddu utan af kanti. Frábært mark.16.12: Norður-Írar þurfa að skipta. Fyrirliðinn þeirra er farinn útaf vegna meiðsla.16.08: Gestirnir verja skalla Hólmfríðar á línu eftir hornspyrnu Eddu. Ísland er miklu betra og nú er bara að skapa sér færi.16.03Vuvuzela lúðrar eru þeyttir á vellinum. Íslendingar eiga enn eftir að læra að blása í þessa ágætu lúðra. Ísland byrjar betur.16.00:Leikurinn er hafinn.15.58:Þjóðsöngvar þjóðanna eru nú leiknir.15.53:Leikmenn fara að ganga inn á völlinn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir íslenska liðið sem verður að vinna til að halda möguleikum sínum á að komast á HM lifandi.15.43: Leikmenn eru búnir að hita upp. Aðstæður eru fínar, það stefnir allt í fínan leik. Áhorfendur eru fáir enn sem komið er.Byrjunarlið Íslands í dag: Þóra B. Helgadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Logadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir.Bekkurinn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Ísland vann öruggan sigur á Norður-Írum í undankeppni HM. Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörkin í 2-0 sigri Íslands. Ísland var miklu betra allan leikinn og hefði átt að skora fleiri mörk. Það hélt boltanum nánast allan leikinn og gestirnir áttu ekki eitt skot á markið. Ísland skaut hinsvegar tuttugu sinnum að marki Norður-Íra og var óheppið og kærulaust líka að skora ekki meira. Bæði mörk Íslands voru skallamörk eftir sendingar Eddu Garðarsdóttur, fyrst úr aukaspyrnu og svo úr hornspyrnu. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi, hana má sjá hér fyrir neðan.Ísland – Norður-Írland 2-0 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (14.) 2-0 Katrín Jónsdóttir (59.)Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1187Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 19-0 (7-0).Varin skot: Þóra 0 – Higgins 3.Horn: 13-0.Aukaspyrnur fengnar: 10-8.Rangstöður: 10-2.Byrjunarlið Íslands í dag: Þóra B. Helgadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir (70. Dagný Brynjarsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Logadóttir (58. Dóra María Lárusdóttir), Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (78. Dagný Brynjarsdóttir.) --------------------------------------17.52Leiknum er lokið með 2-0 sigri Íslands17.45: Þetta er að fjara út. Ísland er miklu betra eins og allan leikinn.17.38: Dagný var að skjóta í stöng eftir góðan snúning. Óheppin stelpan.17.37:Hallbera Gísladóttir er komin inn á fyrir Margréti Láru. Hólmfríður er orðin fremst. Annars er lítið að gerast í leiknum.17.26: Dagný Brynjarsdóttir kemur inn á fyrir Katrínu Ómarsdóttir. Íslenska liðið hefur aðeins róast en hefur öll völd á vellinum.17.17. Loksins skilaði hornspyrna marki, sú ellefta í leiknum rataði frá Eddu á kollinn á Katrínu Jónsdóttur sem skallaði boltann í netið. Vel gert og nú geta stelpurnar leyft sér að gera nokkur mistök, þetta á að vera í höfn.17.15 Rakel fer útaf fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur.17.11 Hólmfríður hlýtur að fara að skora! Hún er að niðurlægja þennan bakvörð en hún var í fínu færi en skot hennar rataði rétt framhjá.17.08 Enn er Hólmfríður hættuleg. Hún komst upp kantinn og í þetta sinn skaut hún en Emma Higgins varði vel. Rakel náði frákastinu en varnarmaður komst fyrir skot hennar. Eftir hornið var enn hætta við markið.17.06: Fín byrjun á seinni hálfleik, Hólmfríður kemst enn einu sinni upp kantinn og átti fína fyrirgjöf en Sara hitti boltann illa og skalli hennar fór langt framhjá.17.04: Seinni hálfleikur er hafinn.16.58: Krakkar með Vuvuzela-lúðra eru ekki að gera sig. En hálfleikurinn er allavega að verða búinn. Vonandi skorar Ísland aðeins meira og vinnur þetta sannfærandi.16.47: Hálfleikur. Ísland miklu betra en þarf að skora annað mark sem fyrst til að gestirnir stríði okkur ekkert.16.40:Leikurinn fremur rólegur en Ísland miklu betra. Hólmfríður hefur komist nokkrum sinnum í góðar stöður en ekki náð að nýta sér það.16.33Flott mark en það er dæmt af vegna rangstöðu. Aftur tók Edda aukaspyrnu, nú skallaði Katrín í netið en eins og áður sagði, rangstaða dæmt. Hólmfríður á skot í varnarmann í næstu sókn.16.28:Dauðafæri. Hólmfríður var komin nánast ein í gegn en ætlaði að senda á Margréti Láru. Varnarmaður komst fyrir en Margrét skaut í hana og í horn. Ekkert kom úr því en þetta var áttunda horn Íslands í leiknum.16.21.Hólmfríður var að skjóta yfir úr dauðafæri í markteignum eftir horn. Ísland hefur fengið fjórar hornspyrnur. Hólmfríður hefur verið mjög hættuleg í byrjun leiks.16.17 íslenska liðið er miklu betra en gestirnir frá Norður-Írlandi. Rakel var að skjóta rétt framhjá og skömmu fyrir markið átti Edda skot sem markmaður þeirra varði auðveldlega.16.14 Sara Björk skorar með frábærum skalla eftir aukaspyrnu Eddu utan af kanti. Frábært mark.16.12: Norður-Írar þurfa að skipta. Fyrirliðinn þeirra er farinn útaf vegna meiðsla.16.08: Gestirnir verja skalla Hólmfríðar á línu eftir hornspyrnu Eddu. Ísland er miklu betra og nú er bara að skapa sér færi.16.03Vuvuzela lúðrar eru þeyttir á vellinum. Íslendingar eiga enn eftir að læra að blása í þessa ágætu lúðra. Ísland byrjar betur.16.00:Leikurinn er hafinn.15.58:Þjóðsöngvar þjóðanna eru nú leiknir.15.53:Leikmenn fara að ganga inn á völlinn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir íslenska liðið sem verður að vinna til að halda möguleikum sínum á að komast á HM lifandi.15.43: Leikmenn eru búnir að hita upp. Aðstæður eru fínar, það stefnir allt í fínan leik. Áhorfendur eru fáir enn sem komið er.Byrjunarlið Íslands í dag: Þóra B. Helgadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir (fyrirliði), Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Logadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir.Bekkurinn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn