Stórstjarnan Paul Potts með Bó á jólatónleikum 24. ágúst 2010 07:30 Paul Potts, sem sigraði heiminn með fyrstu áheyrnarprufu sinni í Britain Got Talent, hafði mikinn áhuga á því að koma til Íslands. Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Björgvin sjálfur var að vonum ánægður með gestinn en undirbúningur fyrir komu hans hefur staðið yfir síðan í janúar. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika fjórða árið í röð. „Nú erum við bara að færa tónleikana upp á næsta stig og það er mjög gaman að bæta svona erlendum listamönnum við tónleikana, við vildum ekki vera að selja alltaf sömu smákökutegundina, ár eftir ár." Björgvin viðurkennir að hann hafi komist við þegar hann sá myndbandið af Potts í fyrsta skipti. „Hann hefur einhverja náðargjöf, ég hef aðeins verið að njósna um hann á Netinu og skoða hvað hann hefur verið að gera og hann er til að mynda á mála hjá stærstu umboðsskrifstofu heims. Menn þurfa að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera meðal skjólstæðinga þeirra," útskýrir Björgvin og bætir því við að Potts sé stórstjarna í útlöndum, hann hafi selt mikið af plötum síðan hann sigraði í Britain Got Talent og haft í nægu að snúast við tónleikahald. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Potts mikinn áhuga á því að koma til Íslands en eins og hjá flestum listamönnum eru jólin mjög annasamur tími og því var ekkert sjálfgefið að hann kæmist hingað. Þetta verður í fimmta skiptið í röð sem Björgvin heldur tónleika í Laugardalshöll og fjórðu jólatónleikarnir í röð. Að þessu sinni verða einnig haldnir jólatónleikar á Akureyri, 11. desember, en Potts mun ekki syngja á þeim, svo því sé haldið til haga. „Við verðum með frábæra innlenda listamenn, þetta verður gríðarlega stórt að umfangi og alveg svakaleg uppstilling." Hér má sjá hina frægu áheyrnaprufu Paul þar sem hann flytur Nessun Dorma.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Björgvin sjálfur var að vonum ánægður með gestinn en undirbúningur fyrir komu hans hefur staðið yfir síðan í janúar. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika fjórða árið í röð. „Nú erum við bara að færa tónleikana upp á næsta stig og það er mjög gaman að bæta svona erlendum listamönnum við tónleikana, við vildum ekki vera að selja alltaf sömu smákökutegundina, ár eftir ár." Björgvin viðurkennir að hann hafi komist við þegar hann sá myndbandið af Potts í fyrsta skipti. „Hann hefur einhverja náðargjöf, ég hef aðeins verið að njósna um hann á Netinu og skoða hvað hann hefur verið að gera og hann er til að mynda á mála hjá stærstu umboðsskrifstofu heims. Menn þurfa að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera meðal skjólstæðinga þeirra," útskýrir Björgvin og bætir því við að Potts sé stórstjarna í útlöndum, hann hafi selt mikið af plötum síðan hann sigraði í Britain Got Talent og haft í nægu að snúast við tónleikahald. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Potts mikinn áhuga á því að koma til Íslands en eins og hjá flestum listamönnum eru jólin mjög annasamur tími og því var ekkert sjálfgefið að hann kæmist hingað. Þetta verður í fimmta skiptið í röð sem Björgvin heldur tónleika í Laugardalshöll og fjórðu jólatónleikarnir í röð. Að þessu sinni verða einnig haldnir jólatónleikar á Akureyri, 11. desember, en Potts mun ekki syngja á þeim, svo því sé haldið til haga. „Við verðum með frábæra innlenda listamenn, þetta verður gríðarlega stórt að umfangi og alveg svakaleg uppstilling." Hér má sjá hina frægu áheyrnaprufu Paul þar sem hann flytur Nessun Dorma.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira