Viðskipti erlent

Útgáfufyrirtæki í vanda vegna minni geisladiskasölu.

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Minna selst af geisladiskum en áður. Mynd/afp.
Minna selst af geisladiskum en áður. Mynd/afp.
Einungis 4,95 milljónir geisladiska seldust í Bandaríkjunum í síðustu viku, eftir því sem fram kemur á vef Billboard. Þetta er minnsta sala á geisladiskum þar í landi síðan að byrjað var að fylgjast með sölunni árið 1991.

Á Billboard vefnum kemur fram að einungis einu sinni áður hafi sala á geisladiskum farið niður fyrir fimm milljónir á einni viku. Það gerðist í lok maí á þessu ári, en þá fór salan niður í 4,98 milljónir.

Sala á tónlist á netinu virðist ekki ganga það vel að hún bæti útgáfufyrirtækjum tap þeirra vegna minni sölu á geisladiskum.

Lánshæfismatsfyrirtæki hafa áhyggjur af útgáfufyrirtækjunum. Til að mynda breytti S&P mati sínu á Warner Music Group úr stöðugum horfum í neikvæðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×