ATP og PFA taka mikla áhættu með kaupum á FIH bankanum 27. september 2010 10:02 Dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA taka mikla áhættu með kaupum sínum á FIH bankanum af Seðlabanka Íslands og skilanefnd Kaupþings. Þetta kemur fram í vikuritinu Ökonomisk Ugebrev.Í ritinu segir að áhættan sé að mestu leyti fólgin í því að á næstu þremur árum þarf að endurfjármagna alþjóðlega skuldabréfaútgáfu FIH upp á 50 milljarða danskra kr. eða um 1.000 milljarða kr. FIH fór í þessa útgáfu í krafti ríkisábyrgðar í gegnum bankpakke I. Ríkisábyrgðin rennur út um næstu mánaðarmót.Ökonomisk Ugebrev segir að þessi endurfjármögnun verði verulega erfið í ljósi þess að lánshæfiseinkunn FIH liggur nálægt svokölluðum ruslflokki í dag og því hefur bankinn aðeins tvö ár til að breyta henni í A eða AA.Raunar hefur komið fram að bankastjóri FIH er bjartsýnn á að lánshæfiseinkunn bankans muni hækka töluvert í ljósi þess að fjársterkir aðilar eru komnir með eignarhald hans í sínar hendur. ATP og PFA eru stærstu lífeyrissjóðir Danmerkur og báðir hafa yfir digrum sjóðum að ráða.Ökonomisk Ugebrev segir að takist ekki að hífa upp lánshæfismat FIH og þar með auðvelda endurfjármögnun fyrrgreindra skuldabréfa muni ATP og PFA neyðast til að leggja bankanum til aukið fjármagn. Slík fjárútlát gætu svo aftur haft áhrif á eiginfjárstöðu lífeyrissjóðanna sjálfra. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA taka mikla áhættu með kaupum sínum á FIH bankanum af Seðlabanka Íslands og skilanefnd Kaupþings. Þetta kemur fram í vikuritinu Ökonomisk Ugebrev.Í ritinu segir að áhættan sé að mestu leyti fólgin í því að á næstu þremur árum þarf að endurfjármagna alþjóðlega skuldabréfaútgáfu FIH upp á 50 milljarða danskra kr. eða um 1.000 milljarða kr. FIH fór í þessa útgáfu í krafti ríkisábyrgðar í gegnum bankpakke I. Ríkisábyrgðin rennur út um næstu mánaðarmót.Ökonomisk Ugebrev segir að þessi endurfjármögnun verði verulega erfið í ljósi þess að lánshæfiseinkunn FIH liggur nálægt svokölluðum ruslflokki í dag og því hefur bankinn aðeins tvö ár til að breyta henni í A eða AA.Raunar hefur komið fram að bankastjóri FIH er bjartsýnn á að lánshæfiseinkunn bankans muni hækka töluvert í ljósi þess að fjársterkir aðilar eru komnir með eignarhald hans í sínar hendur. ATP og PFA eru stærstu lífeyrissjóðir Danmerkur og báðir hafa yfir digrum sjóðum að ráða.Ökonomisk Ugebrev segir að takist ekki að hífa upp lánshæfismat FIH og þar með auðvelda endurfjármögnun fyrrgreindra skuldabréfa muni ATP og PFA neyðast til að leggja bankanum til aukið fjármagn. Slík fjárútlát gætu svo aftur haft áhrif á eiginfjárstöðu lífeyrissjóðanna sjálfra.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira