Tveggja landa sýn Stefán Jón Hafstein skrifar 4. desember 2010 05:30 Merkilegar upplýsingar koma fram í nýrri þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna um ,,Lífskjaravísitölu mannkyns" (Human development index). Ekki er hægt að sýna fram á beint samhengi milli hagvaxtar og velsældar almennings. Þau lönd sem þokast hraðast upp listann eru ekki endilega mikil hagvaxtarlönd. En þau eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á menntun og heilsu. Og jafnvel þótt hagvöxtur aukist víða um lönd má sjá í skýrslu SÞ að ójöfnuður í heiminum gerir það líka; ekki njóta allir þótt takist að hífa upp þjóðaframleiðslu. Og að fleiru er að hyggja: Vitað er að það land sem hefur mestan hagvöxt, Kína, borgar fyrir þann vöxt með gríðarlegum umhverfisspjöllum, þótt þau séu ekki mæld í þessari velferðarvísitölu. Lífskjaravísitala SÞ er nú 20 ára. Hún var á sínum tíma kynnt til sögunnar því menn þóttust vita að efnahagslegur vöxtur sannaði ekki allt um velferð fólks. ,,Þjóðartekjur á mann" segja ekki hvernig þær nýtast. Því vildu menn búa til vísitölu sem byggði á velferðarþáttum auk efnahagsþátta, svo sem menntun og lífslíkum. Nú er búið að bæta við jöfnuði og jafnrétti kynjanna til að finna enn áreiðanlegri mælikvarða á þróun samfélaga. Íslenska samhengið Ísland ,,hrynur" úr fyrsta sæti (2007) í 17jánda sæti í ár. Árið 2005 vorum við í 10unda sæti. Við erum nú í nágrenni við Finna og Belga, fyrir ofan Dani, en Norðmenn tróna efstir eins og oft áður. Sjálfsagt vegur þarna mest kaupmáttarhrunið eftir 2008, því lífslíkur og menntunarstig hafa sáralítið breyst, og hvað sem fólk segir er Ísland mjög ofarlega á lista í jafnréttismálum. Mörgum gæti óað við þessu mikla falli. En það má líka skoða jákvæðu hlið málsins: Þrátt fyrir eitt mesta efnahagsáfall sem þróað ríki hefur orðið fyrir (sem hlutfall af þjóðarframleiðslu), þá er viðspyrnan mikil. Hún felst í háu menntunarstigi (sem þó gæti verið betra) og heilsugæslu. Við höfum því borið gæfu til að fjárfesta rétt og eigum þarna ,,varasjóð" þegar peningahyggjan springur á limminu. Ísland er þrátt fyrir allt á topp 20 listanum, af þeim 160 ríkjum sem þarna eru. Og góðir möguleikar að rétta sig af. Á hinum endanum? Núverandi heimaland mitt, Malaví, er á listanum yfir þau 20 ríki sem erfiðast eiga. Fólksfjölgun er gríðarleg og sóknarþungi landsmanna í þverrandi auðlindir reiknast sem afrán upp á 5.8% af landsframleiðslu árlega. Landið fékk almennt grunnskólakerfi fyrir aðeins 16 árum, og er því áratugum á eftir öðrum Afríkuríkjum. Nú vantar 30.000 skólastofur og jafn marga kennara til að fullnægja þörf. Þótt Malaví hafi færst upp um 7 sæti á velferðarvísitölunni milli ára eru 72% landsmanna talin lifa á minna en 150 krónum á dag. Árangur landsins felst í því að nú eru ,,aðeins" 39% landsmanna á því stigi sem skilgreinist sem ,,sárafátækt", en talan var 53% fyrir nokkrum árum. Landið þróast því nokkuð áleiðis. En hér vantar viðspyrnu. Menntunarstig er ákaflega lágt (50% barna ljúka ekki grunnskólaprófi, aðeins 16% árganga fara gegnum framhaldsskóla). Getan til að taka við meiri þróunaraðstoð eða skapa nýja atvinnuvegi er því ákaflega takmörkuð. Samanburður enda á milli Þegar borið er saman ástandið á sitt hvorum enda lífskjarakvarðans má því sjá tvö smáríki: Ísland og Malaví, þar sem annað ríkir ,,hrapar" um 17 sæti á nokkrum árum og býr samt við mikla velsæld, en hitt ríkið fetar sig upp um hænufet og glímir eigi að síður við nánast óviðráðanlegar aðstæður. Munurinn á Malaví og Íslandi er vissulega mikill vegna þess að við eigum miklar náttúruauðlindir en Malavar fáar. En við búum líka að menntun og velferðarkerfi sem gerir okkur mögulegt að bragðast við vanda og vinna okkur út úr honum - ef við sjálf berum gæfu til þess. Malavar þurfa utanaðkomandi aðstoð, og hana mikla: Þróunaraðstoð til Malví nemur nú 32 dollurum á hvert mannsbarn árlega (3700 kr.), og þriðjungur ríkisútgjalda eru styrkjafé. Efnahagskreppan og þróunaraðstoð Þess sjást glögg merki víða um heim að þróunaraðstoð minnkar vegna heimskreppunnar. Skilningur ríkir á því að Ísland hafi dregið saman framlög, en þess vænst að það sé aðeins tímabundið því ekki var úr háum söðli að detta. Þegar við vorum númer eitt á lífskjarakvarðanum voru hlutfallsleg framlög okkar til þróunarmála langt á eftir þeim sem næstir voru á listanum. Stjórn íhaldsmanna og frjálslyndra í Bretlandi er reyndar undantekning frá reglunni í ár, þar er þróunarfé aukið á hrikalegum niðurskurðartímum. Áskorun í þróunarmálum verður bersýnilega sú að ná meiri árangri fyrir minna fé. Hér þarf skýrari verkaskiptinu milli ríkja, samræmdar aðgerðir þroúnarsamvinnustofnana í löndum eins og Malaví, og miklu skarpari forgangsröð ríkisstjórna. Hér í Malaví kom nýlega út stöðuskýrsla SÞ sem einmitt undirstrikar þetta. Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Malaví er hluti af þessu samræmingar- og skipulagsferli sem nú stendur og stefnubreyting ÞSSÍ í landinu undanfarin tvö ár er í samræmi við stöðumat annarra þróunarsamvinnustofnana um bættan árangur og meiri skilvirkni. Áherslur okkar í heilsu- og menntamálum eru einnig í samræmi við lykiláherslur í stöðuskýrslu SÞ. - eigi Malaví að þokast upp listann verði að bæta innviði samfélagsins og getu heimamanna sjálfra til að takast á við vandann. Númer 17 getur vel hjálpað númer 153. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Merkilegar upplýsingar koma fram í nýrri þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna um ,,Lífskjaravísitölu mannkyns" (Human development index). Ekki er hægt að sýna fram á beint samhengi milli hagvaxtar og velsældar almennings. Þau lönd sem þokast hraðast upp listann eru ekki endilega mikil hagvaxtarlönd. En þau eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á menntun og heilsu. Og jafnvel þótt hagvöxtur aukist víða um lönd má sjá í skýrslu SÞ að ójöfnuður í heiminum gerir það líka; ekki njóta allir þótt takist að hífa upp þjóðaframleiðslu. Og að fleiru er að hyggja: Vitað er að það land sem hefur mestan hagvöxt, Kína, borgar fyrir þann vöxt með gríðarlegum umhverfisspjöllum, þótt þau séu ekki mæld í þessari velferðarvísitölu. Lífskjaravísitala SÞ er nú 20 ára. Hún var á sínum tíma kynnt til sögunnar því menn þóttust vita að efnahagslegur vöxtur sannaði ekki allt um velferð fólks. ,,Þjóðartekjur á mann" segja ekki hvernig þær nýtast. Því vildu menn búa til vísitölu sem byggði á velferðarþáttum auk efnahagsþátta, svo sem menntun og lífslíkum. Nú er búið að bæta við jöfnuði og jafnrétti kynjanna til að finna enn áreiðanlegri mælikvarða á þróun samfélaga. Íslenska samhengið Ísland ,,hrynur" úr fyrsta sæti (2007) í 17jánda sæti í ár. Árið 2005 vorum við í 10unda sæti. Við erum nú í nágrenni við Finna og Belga, fyrir ofan Dani, en Norðmenn tróna efstir eins og oft áður. Sjálfsagt vegur þarna mest kaupmáttarhrunið eftir 2008, því lífslíkur og menntunarstig hafa sáralítið breyst, og hvað sem fólk segir er Ísland mjög ofarlega á lista í jafnréttismálum. Mörgum gæti óað við þessu mikla falli. En það má líka skoða jákvæðu hlið málsins: Þrátt fyrir eitt mesta efnahagsáfall sem þróað ríki hefur orðið fyrir (sem hlutfall af þjóðarframleiðslu), þá er viðspyrnan mikil. Hún felst í háu menntunarstigi (sem þó gæti verið betra) og heilsugæslu. Við höfum því borið gæfu til að fjárfesta rétt og eigum þarna ,,varasjóð" þegar peningahyggjan springur á limminu. Ísland er þrátt fyrir allt á topp 20 listanum, af þeim 160 ríkjum sem þarna eru. Og góðir möguleikar að rétta sig af. Á hinum endanum? Núverandi heimaland mitt, Malaví, er á listanum yfir þau 20 ríki sem erfiðast eiga. Fólksfjölgun er gríðarleg og sóknarþungi landsmanna í þverrandi auðlindir reiknast sem afrán upp á 5.8% af landsframleiðslu árlega. Landið fékk almennt grunnskólakerfi fyrir aðeins 16 árum, og er því áratugum á eftir öðrum Afríkuríkjum. Nú vantar 30.000 skólastofur og jafn marga kennara til að fullnægja þörf. Þótt Malaví hafi færst upp um 7 sæti á velferðarvísitölunni milli ára eru 72% landsmanna talin lifa á minna en 150 krónum á dag. Árangur landsins felst í því að nú eru ,,aðeins" 39% landsmanna á því stigi sem skilgreinist sem ,,sárafátækt", en talan var 53% fyrir nokkrum árum. Landið þróast því nokkuð áleiðis. En hér vantar viðspyrnu. Menntunarstig er ákaflega lágt (50% barna ljúka ekki grunnskólaprófi, aðeins 16% árganga fara gegnum framhaldsskóla). Getan til að taka við meiri þróunaraðstoð eða skapa nýja atvinnuvegi er því ákaflega takmörkuð. Samanburður enda á milli Þegar borið er saman ástandið á sitt hvorum enda lífskjarakvarðans má því sjá tvö smáríki: Ísland og Malaví, þar sem annað ríkir ,,hrapar" um 17 sæti á nokkrum árum og býr samt við mikla velsæld, en hitt ríkið fetar sig upp um hænufet og glímir eigi að síður við nánast óviðráðanlegar aðstæður. Munurinn á Malaví og Íslandi er vissulega mikill vegna þess að við eigum miklar náttúruauðlindir en Malavar fáar. En við búum líka að menntun og velferðarkerfi sem gerir okkur mögulegt að bragðast við vanda og vinna okkur út úr honum - ef við sjálf berum gæfu til þess. Malavar þurfa utanaðkomandi aðstoð, og hana mikla: Þróunaraðstoð til Malví nemur nú 32 dollurum á hvert mannsbarn árlega (3700 kr.), og þriðjungur ríkisútgjalda eru styrkjafé. Efnahagskreppan og þróunaraðstoð Þess sjást glögg merki víða um heim að þróunaraðstoð minnkar vegna heimskreppunnar. Skilningur ríkir á því að Ísland hafi dregið saman framlög, en þess vænst að það sé aðeins tímabundið því ekki var úr háum söðli að detta. Þegar við vorum númer eitt á lífskjarakvarðanum voru hlutfallsleg framlög okkar til þróunarmála langt á eftir þeim sem næstir voru á listanum. Stjórn íhaldsmanna og frjálslyndra í Bretlandi er reyndar undantekning frá reglunni í ár, þar er þróunarfé aukið á hrikalegum niðurskurðartímum. Áskorun í þróunarmálum verður bersýnilega sú að ná meiri árangri fyrir minna fé. Hér þarf skýrari verkaskiptinu milli ríkja, samræmdar aðgerðir þroúnarsamvinnustofnana í löndum eins og Malaví, og miklu skarpari forgangsröð ríkisstjórna. Hér í Malaví kom nýlega út stöðuskýrsla SÞ sem einmitt undirstrikar þetta. Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Malaví er hluti af þessu samræmingar- og skipulagsferli sem nú stendur og stefnubreyting ÞSSÍ í landinu undanfarin tvö ár er í samræmi við stöðumat annarra þróunarsamvinnustofnana um bættan árangur og meiri skilvirkni. Áherslur okkar í heilsu- og menntamálum eru einnig í samræmi við lykiláherslur í stöðuskýrslu SÞ. - eigi Malaví að þokast upp listann verði að bæta innviði samfélagsins og getu heimamanna sjálfra til að takast á við vandann. Númer 17 getur vel hjálpað númer 153.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun