Íslenski boltinn

Arnór: Þurfum að taka okkur saman í andlitinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
„Við vorum klaufar í dag, við vorum ekki að spila okkar besta leik. Við vitum að við eigum mikið inni og verðum bara sjálfir að koma því í gang eftir svona leik," sagði Arnór Smárason, leikmaður íslenska liðsins, eftir jafnteflið gegn Liechtenstein í dag.

Frammistaða íslensa landsliðsins var ekki ásættanleg og leikmenn virkuðu áhugalausir. Bitið í sóknarleiknum var ekkert. „Ég veit ekki ástæðuna fyrir þessu, það er erfitt að segja. Það er allavega ljóst að við þurfum að gera miklu betur en þetta til að eiga einhvern möguleika í þessum riðli sem við erum að fara að taka þátt í."

„Það voru stuttar hefðbundnar sendingar sem voru að klikka hjá okkur og það er alls ekki nógu gott. Þetta var ekkert vanmat, við getum ekki vanmetið einn né neinn. Nú þurfum við bara að taka okkur saman í andlitinu og undirbúa okkur vel fyrir næsta verkefni," sagði Arnór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×