Ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2010 07:00 Einar Hólmgeirsson mun loksins spila handbolta á nýjan leik um helgina. Nordic Photos / Bongarts Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf. Einar þurfti að fara í aðgerð á hné í upphafi vetrar en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. „Ég er ekki alveg kominn á fulla ferð en ætla að reyna að hjálpa til um helgina. Mér líður samt ágætlega. Ég er með verki þegar ég hoppa en það er kannski eðlilegt. Það getur vel farið svo að ég losni aldrei við þessa verki og verð því að læra að lifa með þeim," segir Einar. Félagi hans veitir ekki af aðstoð hans um helgina enda er liðið aðeins með eitt stig og situr eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég ætla að reyna að vera skynsamur en það er ekki alltaf minn stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á fullu gasi. Þetta er búinn að vera erfiður tími utan vallar og sérstaklega þar sem liðið hefur þurft á mér að halda. Það hafa fleiri leikmenn líka meiðst en við erum að koma til baka," sagði Einar en þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð í upphafi tímabilsins. Einar hefur fundið sér ýmislegt til dundurs í meiðslunum og hann tók þátt í að setja afar sérstakt heimsmet í gær. „Það var verið að auglýsa gufubaðsgarð sem er hérna í bænum. Ákveðið var að setja heimsmet með því að að koma einstaklingum af sem flestum þjóðernum í einn gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega 100 manns í klefann en við vorum frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg grillað en samt stórskemmtilegt," segir Einar hlæjandi en fóru menn naktir í gufuna eins og tíðkast í Þýskalandi? „Nei, reyndar var það ekki gert í þetta skiptið. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Við vorum þarna inni í um fimm mínútur. Það var ekkert mál fyrir flesta en gaurinn frá Nepal hefði ekki haft það af að vera mikið lengur þarna. Hann var ekki alveg vanur þessum hita þarna inni. Ég hafði gaman af þessu enda orðinn heimsmethafi. Það er ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi," segir Einar léttur. Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf. Einar þurfti að fara í aðgerð á hné í upphafi vetrar en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. „Ég er ekki alveg kominn á fulla ferð en ætla að reyna að hjálpa til um helgina. Mér líður samt ágætlega. Ég er með verki þegar ég hoppa en það er kannski eðlilegt. Það getur vel farið svo að ég losni aldrei við þessa verki og verð því að læra að lifa með þeim," segir Einar. Félagi hans veitir ekki af aðstoð hans um helgina enda er liðið aðeins með eitt stig og situr eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég ætla að reyna að vera skynsamur en það er ekki alltaf minn stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á fullu gasi. Þetta er búinn að vera erfiður tími utan vallar og sérstaklega þar sem liðið hefur þurft á mér að halda. Það hafa fleiri leikmenn líka meiðst en við erum að koma til baka," sagði Einar en þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð í upphafi tímabilsins. Einar hefur fundið sér ýmislegt til dundurs í meiðslunum og hann tók þátt í að setja afar sérstakt heimsmet í gær. „Það var verið að auglýsa gufubaðsgarð sem er hérna í bænum. Ákveðið var að setja heimsmet með því að að koma einstaklingum af sem flestum þjóðernum í einn gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega 100 manns í klefann en við vorum frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg grillað en samt stórskemmtilegt," segir Einar hlæjandi en fóru menn naktir í gufuna eins og tíðkast í Þýskalandi? „Nei, reyndar var það ekki gert í þetta skiptið. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Við vorum þarna inni í um fimm mínútur. Það var ekkert mál fyrir flesta en gaurinn frá Nepal hefði ekki haft það af að vera mikið lengur þarna. Hann var ekki alveg vanur þessum hita þarna inni. Ég hafði gaman af þessu enda orðinn heimsmethafi. Það er ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi," segir Einar léttur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn