Ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2010 07:00 Einar Hólmgeirsson mun loksins spila handbolta á nýjan leik um helgina. Nordic Photos / Bongarts Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf. Einar þurfti að fara í aðgerð á hné í upphafi vetrar en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. „Ég er ekki alveg kominn á fulla ferð en ætla að reyna að hjálpa til um helgina. Mér líður samt ágætlega. Ég er með verki þegar ég hoppa en það er kannski eðlilegt. Það getur vel farið svo að ég losni aldrei við þessa verki og verð því að læra að lifa með þeim," segir Einar. Félagi hans veitir ekki af aðstoð hans um helgina enda er liðið aðeins með eitt stig og situr eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég ætla að reyna að vera skynsamur en það er ekki alltaf minn stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á fullu gasi. Þetta er búinn að vera erfiður tími utan vallar og sérstaklega þar sem liðið hefur þurft á mér að halda. Það hafa fleiri leikmenn líka meiðst en við erum að koma til baka," sagði Einar en þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð í upphafi tímabilsins. Einar hefur fundið sér ýmislegt til dundurs í meiðslunum og hann tók þátt í að setja afar sérstakt heimsmet í gær. „Það var verið að auglýsa gufubaðsgarð sem er hérna í bænum. Ákveðið var að setja heimsmet með því að að koma einstaklingum af sem flestum þjóðernum í einn gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega 100 manns í klefann en við vorum frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg grillað en samt stórskemmtilegt," segir Einar hlæjandi en fóru menn naktir í gufuna eins og tíðkast í Þýskalandi? „Nei, reyndar var það ekki gert í þetta skiptið. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Við vorum þarna inni í um fimm mínútur. Það var ekkert mál fyrir flesta en gaurinn frá Nepal hefði ekki haft það af að vera mikið lengur þarna. Hann var ekki alveg vanur þessum hita þarna inni. Ég hafði gaman af þessu enda orðinn heimsmethafi. Það er ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi," segir Einar léttur. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf. Einar þurfti að fara í aðgerð á hné í upphafi vetrar en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. „Ég er ekki alveg kominn á fulla ferð en ætla að reyna að hjálpa til um helgina. Mér líður samt ágætlega. Ég er með verki þegar ég hoppa en það er kannski eðlilegt. Það getur vel farið svo að ég losni aldrei við þessa verki og verð því að læra að lifa með þeim," segir Einar. Félagi hans veitir ekki af aðstoð hans um helgina enda er liðið aðeins með eitt stig og situr eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég ætla að reyna að vera skynsamur en það er ekki alltaf minn stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á fullu gasi. Þetta er búinn að vera erfiður tími utan vallar og sérstaklega þar sem liðið hefur þurft á mér að halda. Það hafa fleiri leikmenn líka meiðst en við erum að koma til baka," sagði Einar en þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð í upphafi tímabilsins. Einar hefur fundið sér ýmislegt til dundurs í meiðslunum og hann tók þátt í að setja afar sérstakt heimsmet í gær. „Það var verið að auglýsa gufubaðsgarð sem er hérna í bænum. Ákveðið var að setja heimsmet með því að að koma einstaklingum af sem flestum þjóðernum í einn gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega 100 manns í klefann en við vorum frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg grillað en samt stórskemmtilegt," segir Einar hlæjandi en fóru menn naktir í gufuna eins og tíðkast í Þýskalandi? „Nei, reyndar var það ekki gert í þetta skiptið. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Við vorum þarna inni í um fimm mínútur. Það var ekkert mál fyrir flesta en gaurinn frá Nepal hefði ekki haft það af að vera mikið lengur þarna. Hann var ekki alveg vanur þessum hita þarna inni. Ég hafði gaman af þessu enda orðinn heimsmethafi. Það er ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi," segir Einar léttur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira