Skotárásir í Malmö vekja óhug meðal innflytjenda 23. október 2010 06:00 Lögreglan á vettvangi í fyrrakvöld Ekki þykir öruggt að skotárás á tvær konur inn um glugga í heimahúsi tengist hinum skotárásunum.nordicphotos/AFP Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira