NBA í nótt: Dallas stöðvaði sigurgöngu San Antonio Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2010 11:18 Dirk Nowitzky og Shawn Marion í leiknum í nótt. Mynd/AP Það kom að því að San Antonio Spurs tapaði aftur leik í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tólf sigra í röð varð liðið að sætta sig við tap gegn Dallas í nótt, 103-94. Dirk Nowitzky fór á kostum í leiknum í nótt og gerði gæfumuninn fyrir Dallas. Hann skoraði 26 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann nýtti tólf af fjórtán skotum sínum í leiknum, þar af bæði þriggja stiga skotin sín. Shawn Marion og Tyson Chandler voru líka öflugir og skoruðu nítján stig hver. San Antonio byrjaði betur og Manu Ginobili skorði margar glæsilegar körfur í fyrri hálfleik. En Dallas vann sig betur inn í leikinn í þeim síðari þar sem liðin skiptust á að vera með forystu.Tony Parker var ekki sáttur við tapið.Mynd/APEn Dallas náði svo að síga fram úr á síðustu mínútum leiksins og reyndist Nowitzky drjúgur á lokasprettinum er Dallas skoraði fjórtán stig gegn aðeins tveimur frá San Antonio. Ginobili skoraði alls 31 stig í leiknum, þar af sextán strax í fyrsta leikhluta. George Hill átti góða innkomu af bekknum og skoraði 21 stig. Þetta var besta byrjun San Antonio í sögu félagsins en liðið er engu að síður enn með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í dag - þrettán sigra og tvö töp.Boston vann Toronto, 110-101. Kevin Garnett skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst. Shaquille O'Neal bætti við sextán stigum og níu fráköstum.Miami vann Philadelphia, 99-90. Dwyane Wade skoraði 23 stig og LeBron James 20 fyrir Miami sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan.Kobe Bryant varð undir í baráttunni við Deron Williams í nótt.Mynd/APUtah vann LA Lakers, 102-96. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Utah sem lenti mest nítján stigum undir í fyrri hálfleik í nótt.Denver vann Chicago, 98-97. Carmelo Anthony tryggði Denver sigurinn með flautukörfu í lok leiksins.Orlando vann Cleveland, 111-100. Dwight Howard skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst fyrir Orlando. Jameeer Nelson bætti við 20 stigum.Oklahoma City vann Indiana, 110-106, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 43 stig fyrir Oklahoma City.Charlotte vann Houston, 99-89. Gerald Wallace skoraði 21 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Charlotte. Boris Diaw bætti við 20 stigum og tók tíu fráköst.New Orleans vann Portland, 97-78. Willie Green skoraði nítján stig fyrir New Orlenas og Trevor Ariza átján.Memphis vann Golden State, 116-111. Rudy Gay skoraði 25 stig fyrir Memphis og OJ Mayo 23.Phoenix vann LA Clippers, 116-108. Jason Richardson skoraði 29 stig og Hakim Warrick 25.Detroit vann Milwaukee, 103-89. Rodney Stuckey skoraði átján stig og var með sjö stoðsendingar. Richard Hamilton bætti við fimmtán stigum og níu stoðsendingum fyrir Detroit. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Það kom að því að San Antonio Spurs tapaði aftur leik í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tólf sigra í röð varð liðið að sætta sig við tap gegn Dallas í nótt, 103-94. Dirk Nowitzky fór á kostum í leiknum í nótt og gerði gæfumuninn fyrir Dallas. Hann skoraði 26 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann nýtti tólf af fjórtán skotum sínum í leiknum, þar af bæði þriggja stiga skotin sín. Shawn Marion og Tyson Chandler voru líka öflugir og skoruðu nítján stig hver. San Antonio byrjaði betur og Manu Ginobili skorði margar glæsilegar körfur í fyrri hálfleik. En Dallas vann sig betur inn í leikinn í þeim síðari þar sem liðin skiptust á að vera með forystu.Tony Parker var ekki sáttur við tapið.Mynd/APEn Dallas náði svo að síga fram úr á síðustu mínútum leiksins og reyndist Nowitzky drjúgur á lokasprettinum er Dallas skoraði fjórtán stig gegn aðeins tveimur frá San Antonio. Ginobili skoraði alls 31 stig í leiknum, þar af sextán strax í fyrsta leikhluta. George Hill átti góða innkomu af bekknum og skoraði 21 stig. Þetta var besta byrjun San Antonio í sögu félagsins en liðið er engu að síður enn með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í dag - þrettán sigra og tvö töp.Boston vann Toronto, 110-101. Kevin Garnett skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst. Shaquille O'Neal bætti við sextán stigum og níu fráköstum.Miami vann Philadelphia, 99-90. Dwyane Wade skoraði 23 stig og LeBron James 20 fyrir Miami sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan.Kobe Bryant varð undir í baráttunni við Deron Williams í nótt.Mynd/APUtah vann LA Lakers, 102-96. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Utah sem lenti mest nítján stigum undir í fyrri hálfleik í nótt.Denver vann Chicago, 98-97. Carmelo Anthony tryggði Denver sigurinn með flautukörfu í lok leiksins.Orlando vann Cleveland, 111-100. Dwight Howard skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst fyrir Orlando. Jameeer Nelson bætti við 20 stigum.Oklahoma City vann Indiana, 110-106, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 43 stig fyrir Oklahoma City.Charlotte vann Houston, 99-89. Gerald Wallace skoraði 21 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Charlotte. Boris Diaw bætti við 20 stigum og tók tíu fráköst.New Orleans vann Portland, 97-78. Willie Green skoraði nítján stig fyrir New Orlenas og Trevor Ariza átján.Memphis vann Golden State, 116-111. Rudy Gay skoraði 25 stig fyrir Memphis og OJ Mayo 23.Phoenix vann LA Clippers, 116-108. Jason Richardson skoraði 29 stig og Hakim Warrick 25.Detroit vann Milwaukee, 103-89. Rodney Stuckey skoraði átján stig og var með sjö stoðsendingar. Richard Hamilton bætti við fimmtán stigum og níu stoðsendingum fyrir Detroit.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira