Júlía Margrét Alexandersdóttir: Hugsanlegt hjálpræði Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 3. maí 2010 00:01 Ég hef alltaf átt erfitt með að velja mér þann stjórnmálaflokk sem ég vil kjósa. Ég hef stundum íhugað að skila auðu en hryllt við að atkvæði mitt yrði þá gjaldfellt með ógildum seðlum. Þess vegna hef ég yfirleitt endað á því að kjósa einhvern flokk - úllen dúllen doff. Ég er þetta "óákveðna" atkvæði, allt fram á síðustu stundu. Það er nóg fyrir mig að hitta stjórnmálamann með ljóta nælu á kjörstað til að snúast hugur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum heillað. Jafnfljótt og ég hef verið komin á þá skoðun að kjósa flokkinn hefur einhver, yfirleitt kona, úr þeirra röðum, náð að sópa atkvæði mínu af borðinu. Ung sjálfsstæðiskona í óþægilegum skyrtum og jökkum svo hún líkist sem mest karlmanni í Kastljósinu er jafn sorgleg sjón og Siggi Sigurjóns með hárkollu og handtösku í Spaugstofunni. Og auðvitað enn sorglegra þegar hún hefur upp raust sína og ver og réttlætir launamun kynjanna. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki náð að bindast Samfylkingunni er einfaldlega sú að ég skil stundum ekki það sem Samfylkingarfólk segir. Á vondum dögum hljómar orðræða þeirra eins og ársskýrsla félagsmiðstöðvar í úthverfi og tungumál sem er flokksfélögum tamt; "stefnumótun" og "stoðir í velferðarbrúnna", hljómar engu betur í mínum eyrum en "neikvætt eigiðfé" og "skuldsett yfirtaka" útrásaráranna. Þannig næ ég ekki að tengja, þrátt fyrir einlægan ásetning flokksins um að tala til almennings. Þeir ná allavega fyrri hluta markmiðsins: Að tala Framsóknarflokkinn hefur mér eiginlega aldrei dottið í hug að kjósa, það hefur svolítið verið eins og að byrja með pabba bestu vinkonu sinnar eða fara á fyllerí með rótarýklúbbnum í hverfinu. Ég varð þó pínu hugsi með atkvæðaseðilinn í höndunum síðast þar sem Sigmundur Davíð hafði stuttu áður hrifið mig með borgarskipulagshugmyndum. Einn álitlegur haus á móti hjörðinni dugði þó ekki. Vinstri-grænir hafa átt auðvelt með að ná mér. Því þakka ég mikið til Katrínu Jakobsdóttur sem mér finnst blátt áfram, dugleg og óspillt. Ég hef stundum hugsað mér hvernig hinn fullkomni stjórnmálamaður væri og séð hana fyrir mér. Ef ég væir jafn hrifin af stefnumálum flokksins og Katrínu væri valið auðvelt. Besti flokkurinn hljómaði í fyrstu sem Ástþór Magnús eða Snorri Ásmunds borgarstjórnarkosninganna í vor. Ég, og þeir sem hingað til hafa verið óáreiðanlegir kjósendur og oft hrifist af hugmyndinni að skila auðu þegar allt annað virðist bregðast, líður eins og flokkur Jóns Gnarr sé upplagt tækifæri til að lýsa yfir frati á úrsérgengnu flokkakerfi sem varð gjaldþrota á sama tíma og útrásin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Ég hef alltaf átt erfitt með að velja mér þann stjórnmálaflokk sem ég vil kjósa. Ég hef stundum íhugað að skila auðu en hryllt við að atkvæði mitt yrði þá gjaldfellt með ógildum seðlum. Þess vegna hef ég yfirleitt endað á því að kjósa einhvern flokk - úllen dúllen doff. Ég er þetta "óákveðna" atkvæði, allt fram á síðustu stundu. Það er nóg fyrir mig að hitta stjórnmálamann með ljóta nælu á kjörstað til að snúast hugur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum heillað. Jafnfljótt og ég hef verið komin á þá skoðun að kjósa flokkinn hefur einhver, yfirleitt kona, úr þeirra röðum, náð að sópa atkvæði mínu af borðinu. Ung sjálfsstæðiskona í óþægilegum skyrtum og jökkum svo hún líkist sem mest karlmanni í Kastljósinu er jafn sorgleg sjón og Siggi Sigurjóns með hárkollu og handtösku í Spaugstofunni. Og auðvitað enn sorglegra þegar hún hefur upp raust sína og ver og réttlætir launamun kynjanna. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki náð að bindast Samfylkingunni er einfaldlega sú að ég skil stundum ekki það sem Samfylkingarfólk segir. Á vondum dögum hljómar orðræða þeirra eins og ársskýrsla félagsmiðstöðvar í úthverfi og tungumál sem er flokksfélögum tamt; "stefnumótun" og "stoðir í velferðarbrúnna", hljómar engu betur í mínum eyrum en "neikvætt eigiðfé" og "skuldsett yfirtaka" útrásaráranna. Þannig næ ég ekki að tengja, þrátt fyrir einlægan ásetning flokksins um að tala til almennings. Þeir ná allavega fyrri hluta markmiðsins: Að tala Framsóknarflokkinn hefur mér eiginlega aldrei dottið í hug að kjósa, það hefur svolítið verið eins og að byrja með pabba bestu vinkonu sinnar eða fara á fyllerí með rótarýklúbbnum í hverfinu. Ég varð þó pínu hugsi með atkvæðaseðilinn í höndunum síðast þar sem Sigmundur Davíð hafði stuttu áður hrifið mig með borgarskipulagshugmyndum. Einn álitlegur haus á móti hjörðinni dugði þó ekki. Vinstri-grænir hafa átt auðvelt með að ná mér. Því þakka ég mikið til Katrínu Jakobsdóttur sem mér finnst blátt áfram, dugleg og óspillt. Ég hef stundum hugsað mér hvernig hinn fullkomni stjórnmálamaður væri og séð hana fyrir mér. Ef ég væir jafn hrifin af stefnumálum flokksins og Katrínu væri valið auðvelt. Besti flokkurinn hljómaði í fyrstu sem Ástþór Magnús eða Snorri Ásmunds borgarstjórnarkosninganna í vor. Ég, og þeir sem hingað til hafa verið óáreiðanlegir kjósendur og oft hrifist af hugmyndinni að skila auðu þegar allt annað virðist bregðast, líður eins og flokkur Jóns Gnarr sé upplagt tækifæri til að lýsa yfir frati á úrsérgengnu flokkakerfi sem varð gjaldþrota á sama tíma og útrásin.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun