Spákaupmenn ganga af göflunum í írsku skuldabraski 12. nóvember 2010 10:41 Nýjar tölur frá greiningarfyrirtækinu Data Explorers benda til að spákaupmenn hafi gengið af göflunum í írsku skuldabraski í sumar og það sem af er haustinu. Magn írskra ríkisskuldabréfa sem fengin eru að láni af vogunarsjóðum og fjárfestum hefur tvöfaldast frá því í lok júlí s.l. Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Will Duff Gordon greinenda hjá Data Explorers að þessi lán séu að mestu tilkomin vegna skortstöðutöku í bréfunum. Fram kemur að þessar skortstöður auki einar og sér þann þrýsting sem fyrir er á írskum ríkisskuldabréfum vegna bágrar efnahagsstöðu Írlands þar sem þær auka magnið af söluskipunum sem fyrir eru í viðskiptakerfum með þessi bréf. Fyrir ríkisskuldabréf fer gengi þeirra og vextir í gagnstæðar áttir. Þegar gengið fellur hækka vextirnir. Á síðustu vikum hafa vextir á írsku bréfin hækkað upp í rjáfur og þar með hafa spákaupmenn með skortstöður í þeim makað krókinn. Vextir á bréfin eru nú vel yfir 8% en það er 5 prósentustigum yfir hinum tóngefandi þýsku ríkisskuldabréfum í Evrópu. Samhliða þessu sýna tölur Data Explorers að langtímastöður fjárfesta í írskum ríkisskuldabréfum hafa minnkað um 30% frá því í apríl s.l. Þessi hópur fjárfesta, að mestu lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og fjárfestingarsjóðir á vegum hins opinbera, hefur minnkað stöðu sína úr 10 milljörðum evra í apríl s.l. niður í 6,9 milljarða í þessum mánuði. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nýjar tölur frá greiningarfyrirtækinu Data Explorers benda til að spákaupmenn hafi gengið af göflunum í írsku skuldabraski í sumar og það sem af er haustinu. Magn írskra ríkisskuldabréfa sem fengin eru að láni af vogunarsjóðum og fjárfestum hefur tvöfaldast frá því í lok júlí s.l. Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Will Duff Gordon greinenda hjá Data Explorers að þessi lán séu að mestu tilkomin vegna skortstöðutöku í bréfunum. Fram kemur að þessar skortstöður auki einar og sér þann þrýsting sem fyrir er á írskum ríkisskuldabréfum vegna bágrar efnahagsstöðu Írlands þar sem þær auka magnið af söluskipunum sem fyrir eru í viðskiptakerfum með þessi bréf. Fyrir ríkisskuldabréf fer gengi þeirra og vextir í gagnstæðar áttir. Þegar gengið fellur hækka vextirnir. Á síðustu vikum hafa vextir á írsku bréfin hækkað upp í rjáfur og þar með hafa spákaupmenn með skortstöður í þeim makað krókinn. Vextir á bréfin eru nú vel yfir 8% en það er 5 prósentustigum yfir hinum tóngefandi þýsku ríkisskuldabréfum í Evrópu. Samhliða þessu sýna tölur Data Explorers að langtímastöður fjárfesta í írskum ríkisskuldabréfum hafa minnkað um 30% frá því í apríl s.l. Þessi hópur fjárfesta, að mestu lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og fjárfestingarsjóðir á vegum hins opinbera, hefur minnkað stöðu sína úr 10 milljörðum evra í apríl s.l. niður í 6,9 milljarða í þessum mánuði.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira