Viðskipti erlent

Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á áli

Miklar verðhækkanir hafa orðið á heimsmarkaðsverði á áli að undanförnu.

Verðið stendur nú í 2.191 dollurum á tonnið á markaðinum í London en þar hefur það hækkað um tæp 10% frá því í síðasta mánuði.

Lægst fór verðið á álinu í sumar í rúmlega 1.850 dollara um miðjan júnímánuð. Frá þeim tíma hefur það því hækkað um 20%.

Þessar hækkanir eru í takt við hækkanir á annarri hrávöru að undanförnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×