Bara fínt að vera litla liðið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. júlí 2010 07:30 Kári og Ólafur í gær, slakir í stúkunni. Fréttablaðið/Rósa „Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira