Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning 1. júní 2010 13:30 Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira