Lífið

Johnny Marr líkar ekki aðdáun Camerons

the smiths Johnny Marr, fyrrverandi gítarleikara The Smiths, líkar ekki aðdáun Camerons.
the smiths Johnny Marr, fyrrverandi gítarleikara The Smiths, líkar ekki aðdáun Camerons.

Johnny Marr, fyrrverandi gítarleikari ensku hljómsveitarinnar The Smiths, vill að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hætti að lýsa yfir hrifningu sinni á sveitinni.

„Hættu að segja að þú fílir The Smiths, því þú gerir það ekki,“ skrifaði Marr á Twitter-síðu sína. „Ég banna þér að fíla okkur.“

david cameron Forsætisráðherrann segist vera aðdáandi The Smiths.

Forsætisráðherrar Bretlands hafa í gegnum tíðina verið duglegir við tjá sig um uppáhaldshljómsveitirnar sínar.

Margir vilja meina að þeir séu aðeins að reyna að afla sér frekari vinsælda hjá unga fólkinu. Gordon Brown sagðist fíla The Arctic Monkeys en þekkti síðan ekki eitt einasta lag með sveitinni í tímaritsviðtali.

Tony Blair sagðist vera aðdáandi Oasis, sem varð til þess að gítarleikarinn Noel Gallagher fékk nóg og sagðist vera orðinn leiður á því að gert væri grín að sér vegna ummælanna, sem þóttu síður en svo töff.

Hljómsveitirnar The Killers og Pink Floyd ásamt Bob Dylan eru einnig í uppáhaldi hjá David Cameron en engum sögum fer af mótmælum þeirra við aðdáun forsætisráðherrans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×