Viðskipti erlent

Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM

Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag.

Þetta kemur fram í útreikningum sem hollenska fjármálafyrirtækið ABN Amro hefur gert en hefð er fyrir því að ABN Amro reikni út hagstærðir í kringum HM og kallar slíkt Soccernomics.

Eins og fyrir HM árið 2006 er Þýskaland í sviðsljósinu í Soccernomics. ABN Amro segir að sú þjóð sem sigrar HM auki landsframleiðslu sína að jafnaði um 0,7%. Þar með kæmi heiminum best að það yrðu Þjóðverjar því slíkur vöxtur á landsframleiðslunni þar í landi myndi smita mest út frá sér yfir í aðrar þjóðir. Einkaneysla Þjóðverja myndi aukast sem þýddi að þeir myndu auka innflutning sinn á erlendum vörum.

Fram kemur í Soccernomics að fari svo að Þýskaland vinni sinn riðill, sem flestir telja nokkuð gefið, væri best að landið ynni Bandaríkin í 16 liða úrslitunum. Bandaríkjamenn hafa ekki þörf fyrir að auka einkaneyslu sína, hún er þegar of mikil og þarf að breytast yfir í sparnað hjá almenningi þar í landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×