Hressingarskálinn við Austurvöll Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. september 2010 06:00 Ég verð stundum alveg gáttaður á aðgerðum stjórnmálamanna. Það er þó ekki vegna þess að ég hafi ekki skilning á þeirra æðsta takmarki sem er jú lýðhylli. Ég veit vel, rétt eins og þeir sjálfir, að án fylgis koma þeir engu til leiðar frekar en bensínlaus bíll. Aftur á móti er stundum afar erfitt að átta sig á þeim leiðum sem þeir vilja fara að þessu takmarki. Nú vilja sumir þeirra hressa upp á landann með því að draga fyrrum ráðherra fyrir landsdóm. Takmarkið er afar skiljanlegt en leiðin er vís með að enda úti í mýri. Það mætti líkja þessari framgöngu við sjéff á Hressingarskálanum sem væri búinn að gefast upp á bestu hressingunni svo að gengilbeinan þyrfti að segja afsakandi: „Því miður þá náum við ekki almennilega höndum yfir þá sem bera mestu ábyrgð á hruninu en við getum hins vegar boðið upp á fyrrum ráðherra borna fram í langvarandi hremmingum." Vandfýsinn veitingagestur myndi standa upp og fara á búlluna hans Tomma. Oft hefur líka tímans tönn leitt í ljóst hversu dómurum eru mislagðar hendur í málum þar sem pólitík og sérkennilegur tíðarandi fara saman. Til dæmis voru bæði Þórbergur Þórðarson og Steinn Steinarr dæmdir sekir í Hæstarétti, á sínum tíma, fyrir að svívirða þýska nasistaflokkinn. Steinn fór þó ekki í steininn enda leiddi tíminn í ljós að svívirðingarnar voru í raun nær því að vera borgaraleg skylda hugsandi manns fremur en saknæm óhæfa. Þetta er því pyttur sem vinsældaveiðarar ættu að láta dómurum alfarið eftir en þeir virðast þrífast ágætlega í óvinsældum. Einnig er landsdómur líklegur til að hressa upp á þær hvatir manna sem einna óskynsamlegast er að höfða til. Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn, sem hafa aðgang að góðum álitsgjöfum og fræðimönnum, setja ekki dæmið upp með eftirfarandi hætti: Illa innrættir Íslendingar eru reyndar margir hverjir með kosningarétt en þó er þetta svo lítill hópur og mislyndur að það tekur því ekki að gera honum til geðs. Lang flestir kosningabærra manna og kvenna eru hins vegar hæfileikaríkt og duglegt fólk sem þráir fátt heitara en að finna farveg fyrir hæfni sína og atorku. Niðurstaða: Þarna er kominn tilvalinn hópur til að hressa upp á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Ég verð stundum alveg gáttaður á aðgerðum stjórnmálamanna. Það er þó ekki vegna þess að ég hafi ekki skilning á þeirra æðsta takmarki sem er jú lýðhylli. Ég veit vel, rétt eins og þeir sjálfir, að án fylgis koma þeir engu til leiðar frekar en bensínlaus bíll. Aftur á móti er stundum afar erfitt að átta sig á þeim leiðum sem þeir vilja fara að þessu takmarki. Nú vilja sumir þeirra hressa upp á landann með því að draga fyrrum ráðherra fyrir landsdóm. Takmarkið er afar skiljanlegt en leiðin er vís með að enda úti í mýri. Það mætti líkja þessari framgöngu við sjéff á Hressingarskálanum sem væri búinn að gefast upp á bestu hressingunni svo að gengilbeinan þyrfti að segja afsakandi: „Því miður þá náum við ekki almennilega höndum yfir þá sem bera mestu ábyrgð á hruninu en við getum hins vegar boðið upp á fyrrum ráðherra borna fram í langvarandi hremmingum." Vandfýsinn veitingagestur myndi standa upp og fara á búlluna hans Tomma. Oft hefur líka tímans tönn leitt í ljóst hversu dómurum eru mislagðar hendur í málum þar sem pólitík og sérkennilegur tíðarandi fara saman. Til dæmis voru bæði Þórbergur Þórðarson og Steinn Steinarr dæmdir sekir í Hæstarétti, á sínum tíma, fyrir að svívirða þýska nasistaflokkinn. Steinn fór þó ekki í steininn enda leiddi tíminn í ljós að svívirðingarnar voru í raun nær því að vera borgaraleg skylda hugsandi manns fremur en saknæm óhæfa. Þetta er því pyttur sem vinsældaveiðarar ættu að láta dómurum alfarið eftir en þeir virðast þrífast ágætlega í óvinsældum. Einnig er landsdómur líklegur til að hressa upp á þær hvatir manna sem einna óskynsamlegast er að höfða til. Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn, sem hafa aðgang að góðum álitsgjöfum og fræðimönnum, setja ekki dæmið upp með eftirfarandi hætti: Illa innrættir Íslendingar eru reyndar margir hverjir með kosningarétt en þó er þetta svo lítill hópur og mislyndur að það tekur því ekki að gera honum til geðs. Lang flestir kosningabærra manna og kvenna eru hins vegar hæfileikaríkt og duglegt fólk sem þráir fátt heitara en að finna farveg fyrir hæfni sína og atorku. Niðurstaða: Þarna er kominn tilvalinn hópur til að hressa upp á.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun