Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru 5. október 2010 11:09 Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. Samkvæmt frétt á business.dk átti Axcel 60% hlut í Pandóru fyrir skráninguna en hlutinn keypti sjóðurinn fyrir 2 milljarða danskra kr. fyrir tveimur árum. Sjóðurinn hefur í dag selt hluti fyrir 6 milljarða danskra kr. og á enn eignarhlut sem metinn er á rúma 10 milljarða danskra kr. í Pandóru. Business.dk segir að kaupin á 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum séu með bestu viðskiptum í sögu Danmerkur. Pandóra sé nú orðið að áttunda verðmætasta fyrirtæki Danmerkur. Eins og fram kom í fréttum þegar Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings seldu FIH bankann var ákvæði í kaupsamningnum um að seljendur myndu njóta góðs af framtíðarhagnaði Axcel. Þessi upphæð gæti numið allt að einum milljarði danskra kr. eða 20 milljörðum kr., ef allt færi á besta veg. Óhætt er að segja að miðað við viðtökurnar á skráningu Pandóru að allt hafi farið á besta veg fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings. Fyrir utan FIH eru eigendur Axcel meðal nokkurra af þekktustu fjárfestum Danmerkur auk Lego fjölskyldunnar , Nordea bankans og Bestseller fjölskyldunnar. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. Samkvæmt frétt á business.dk átti Axcel 60% hlut í Pandóru fyrir skráninguna en hlutinn keypti sjóðurinn fyrir 2 milljarða danskra kr. fyrir tveimur árum. Sjóðurinn hefur í dag selt hluti fyrir 6 milljarða danskra kr. og á enn eignarhlut sem metinn er á rúma 10 milljarða danskra kr. í Pandóru. Business.dk segir að kaupin á 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum séu með bestu viðskiptum í sögu Danmerkur. Pandóra sé nú orðið að áttunda verðmætasta fyrirtæki Danmerkur. Eins og fram kom í fréttum þegar Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings seldu FIH bankann var ákvæði í kaupsamningnum um að seljendur myndu njóta góðs af framtíðarhagnaði Axcel. Þessi upphæð gæti numið allt að einum milljarði danskra kr. eða 20 milljörðum kr., ef allt færi á besta veg. Óhætt er að segja að miðað við viðtökurnar á skráningu Pandóru að allt hafi farið á besta veg fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings. Fyrir utan FIH eru eigendur Axcel meðal nokkurra af þekktustu fjárfestum Danmerkur auk Lego fjölskyldunnar , Nordea bankans og Bestseller fjölskyldunnar.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira