Sigursteinn Gíslason: Besti kækur sem þú færð er að vinna Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:36 Fréttablaðið/Arnþór Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18