Vill að Gordon Brown hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde 29. september 2010 13:58 Jeremy Warner aðstoðarritstjóri blaðsins Daily Telegraph og helsti efnahagssérfræðingur þess vill að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretlands hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands. Þar á Warner við fréttina um að Geir H. Haarde verður dreginn fyrir Landsdóm til að standa skil á gjörðum sínum, eða aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Warner fjallar um málið á bloggi sínu og þar veltir hann fyrir sér þeirri spurningu hvort ekki sé hægt að byggja upp samsvarandi málssókn gegn Gordon Brown og Geir H. Haarde stendur nú frammi fyrir. Warner telur auðvelt að sækja Brown til saka. Hann bendir á að Brown hafi tekið allar bremsurnar af aukningu opinberra útgjalda í stjórnartíð sinni og honum hafi mistekist að hafa stjórn á ábyrgðarlausri útþennslu bankanna í Bretlandi. Þá hafi Brown tekið valdið af Englandsbanka hvað fjármálaeftirlit varðar og komið því í hendur á nýrri, pólitískt réttri, stofnun sem engan veginn var starfinu vaxin og gaf breska þinginu stöðugt villandi upplýsingar um stöðuna í efnahagsmálum hins opinbera. „Hvað sem öllu öðru líður er þetta nægilegt til að koma Brown bakvið lás og slá," segir Warner. „En mér er sagt að fangelsin hér séu yfirfull þannig að skilorðsbundinn dómur væri í lagi," segir Warner. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jeremy Warner aðstoðarritstjóri blaðsins Daily Telegraph og helsti efnahagssérfræðingur þess vill að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretlands hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands. Þar á Warner við fréttina um að Geir H. Haarde verður dreginn fyrir Landsdóm til að standa skil á gjörðum sínum, eða aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Warner fjallar um málið á bloggi sínu og þar veltir hann fyrir sér þeirri spurningu hvort ekki sé hægt að byggja upp samsvarandi málssókn gegn Gordon Brown og Geir H. Haarde stendur nú frammi fyrir. Warner telur auðvelt að sækja Brown til saka. Hann bendir á að Brown hafi tekið allar bremsurnar af aukningu opinberra útgjalda í stjórnartíð sinni og honum hafi mistekist að hafa stjórn á ábyrgðarlausri útþennslu bankanna í Bretlandi. Þá hafi Brown tekið valdið af Englandsbanka hvað fjármálaeftirlit varðar og komið því í hendur á nýrri, pólitískt réttri, stofnun sem engan veginn var starfinu vaxin og gaf breska þinginu stöðugt villandi upplýsingar um stöðuna í efnahagsmálum hins opinbera. „Hvað sem öllu öðru líður er þetta nægilegt til að koma Brown bakvið lás og slá," segir Warner. „En mér er sagt að fangelsin hér séu yfirfull þannig að skilorðsbundinn dómur væri í lagi," segir Warner.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira