Örlítill misskilningur 27. mars 2009 00:01 Manneskjan er hugvitssöm skepna. Svo hugvitssöm reyndar að fréttir af framúrstefnulegum tækninýjungum eru löngu hættar að koma okkur á óvart. Engu síður hrökk ég í kút um daginn þegar rödd á Rás 2 tilkynnti mér að fermingarvélarnar væru komnar í verslanir. „Fermingarvélar“ át ég upp eftir útvarpinu og klóraði mér í höfðinu steinhissa. Hvernig gat þessi uppfinning hafa farið fram hjá mér? Ég minntist þess hvorki að hafa lesið um slíkt tæki né séð fjallað um það í sjónvarpinu. Eftir nánari umhugsun fannst mér þetta þó rökrétt framhald á fermingarbrjálæði þjóðarinnar. Það hafði auðvitað bara verið tímaspursmál hvenær við næðum að vélvæða það eins og annað. Tækinu var ekki lýst neitt sérstaklega í auglýsingunni en ég var ekki lengi að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þetta hlaut að vera einhvers konar klefi, líkastur sturtuklefa eða ljósabekk sem fermingarbarnið træði sér inn í. Síðan væri ýtt á takka og beðið í nokkrar mínútur uns krakkinn kæmi út nýfermdur. Ég ályktaði að fermingarvélin væri hlutur sem stórfjölskyldan kæmi sér saman um að kaupa, nú eða húsfélögin því varla þarf slík græja að vera til á hverju heimili. Þetta hlaut líka að vera rándýrt apparat svo eflaust þyrftu þeir efnaminni enn að sætta sig við gömlu aðferðina, það er að segja þá að ganga til prestsins og mæta í þessa hefðbundnu fermingarathöfn sem við þekkjum svo vel. Áður en ég áttaði mig á misskilningnum var ég farin að velta fyrir mér ýmsum aukabúnaði sem koma mætti fyrir í fermingarvélinni. Það væri til dæmis hentugt ef hún væri brúnkuklefi í leiðinni og svo mætti kannski forrita hana þannig að hún gæti sett gervineglur á fermingarstúlkur og plokkað á þeim augabrúnirnar. Hugsið ykkur hagræðið. Krakkanum er skellt í vélina og kemur ekki aðeins kaffibrúnn út úr henni með nýplokkaðar augabrúnir heldur nýfermdur í þokkabót. Allur sá tími sem áður fór í að sitja á hörðum kirkjubekkjum nýtist síðan í fermingarundirbúninginn sjálfan, baksturinn og skreytingarnar. Það var ekki fyrr en ég fletti blaðinu daginn eftir og sá þessa sömu auglýsingu myndskreytta að ég áttaði mig á misskilningnum. Fermingarvélar eru víst bara ósköp venjulegar fartölvur sem þykja góðar fermingargjafir. Ég dauðskammaðist mín fyrir kjánaskapinn en sé núna að kannski liggja tækifæri í misskilningnum. Er nýsköpun ekki töfraorðið þessa dagana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Manneskjan er hugvitssöm skepna. Svo hugvitssöm reyndar að fréttir af framúrstefnulegum tækninýjungum eru löngu hættar að koma okkur á óvart. Engu síður hrökk ég í kút um daginn þegar rödd á Rás 2 tilkynnti mér að fermingarvélarnar væru komnar í verslanir. „Fermingarvélar“ át ég upp eftir útvarpinu og klóraði mér í höfðinu steinhissa. Hvernig gat þessi uppfinning hafa farið fram hjá mér? Ég minntist þess hvorki að hafa lesið um slíkt tæki né séð fjallað um það í sjónvarpinu. Eftir nánari umhugsun fannst mér þetta þó rökrétt framhald á fermingarbrjálæði þjóðarinnar. Það hafði auðvitað bara verið tímaspursmál hvenær við næðum að vélvæða það eins og annað. Tækinu var ekki lýst neitt sérstaklega í auglýsingunni en ég var ekki lengi að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þetta hlaut að vera einhvers konar klefi, líkastur sturtuklefa eða ljósabekk sem fermingarbarnið træði sér inn í. Síðan væri ýtt á takka og beðið í nokkrar mínútur uns krakkinn kæmi út nýfermdur. Ég ályktaði að fermingarvélin væri hlutur sem stórfjölskyldan kæmi sér saman um að kaupa, nú eða húsfélögin því varla þarf slík græja að vera til á hverju heimili. Þetta hlaut líka að vera rándýrt apparat svo eflaust þyrftu þeir efnaminni enn að sætta sig við gömlu aðferðina, það er að segja þá að ganga til prestsins og mæta í þessa hefðbundnu fermingarathöfn sem við þekkjum svo vel. Áður en ég áttaði mig á misskilningnum var ég farin að velta fyrir mér ýmsum aukabúnaði sem koma mætti fyrir í fermingarvélinni. Það væri til dæmis hentugt ef hún væri brúnkuklefi í leiðinni og svo mætti kannski forrita hana þannig að hún gæti sett gervineglur á fermingarstúlkur og plokkað á þeim augabrúnirnar. Hugsið ykkur hagræðið. Krakkanum er skellt í vélina og kemur ekki aðeins kaffibrúnn út úr henni með nýplokkaðar augabrúnir heldur nýfermdur í þokkabót. Allur sá tími sem áður fór í að sitja á hörðum kirkjubekkjum nýtist síðan í fermingarundirbúninginn sjálfan, baksturinn og skreytingarnar. Það var ekki fyrr en ég fletti blaðinu daginn eftir og sá þessa sömu auglýsingu myndskreytta að ég áttaði mig á misskilningnum. Fermingarvélar eru víst bara ósköp venjulegar fartölvur sem þykja góðar fermingargjafir. Ég dauðskammaðist mín fyrir kjánaskapinn en sé núna að kannski liggja tækifæri í misskilningnum. Er nýsköpun ekki töfraorðið þessa dagana?
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun