Keppinautar Brawn vilja stela kostandanum 28. maí 2009 08:59 Það er ekki aðeins barist á brautinni eða vegna reglubreytinga, heldur eru keppnislið að berjast um bitann hvað varðar auglýsendur. Mynd: AFP Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson. Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson.
Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira