Nýtt Formúlu 1 mót í Abu Dhabi 28. janúar 2009 10:50 Formleg kynning á mótssvæðinu í Abu Dhabi, en hönnuður svæðisins er Hermann Tilke. Mynd: Kappakstur.is Á þessu ári verða 17 Formúlu 1 mót á dagskrá FIA í stað 18 á síðasta ári. Mót í Kanada og Frakklandi falla út, en nýtt mót í Abu Dhabi í Mið-Austurlöndum kemur inn í staðinn. Hermann Tilke er yfirhönnuður brautinnar í Abu Dahbi og hann fékk frítt spil við hönnunina. Brautin er 5.6 km löng og 10 metra breið og reiknað með að meðalhraðinn verði 198 km á klukkustund. Í tölvulíkönum er gert ráð fyrir að 3 staðir verði til framúraksturs. Brautin liggur um götur, tilbúið mótssvæði og höfn. Gert er ráði fyrir plássi fyrir 150 skútum, þar af 20 skútum sem eru 100 fet að lengd, en venjuleg skúta er 20-30 fet. Mótshaldarar eru með 15.000 manna starfslið við uppbyggingu brautarinnar. Búið er að byggja Ferrari skemmtigarð í Abu Dhabi, þar sem fólk getur tekið þátt í alskyns aksturs ævintýrum. Þá verða skipulagðar ferðir á jeppum í eyðimörkina í næsta nágrenni. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera Abu Dhabi ferðamannavænt og sjö stjörnu hótel, glæsilegir golfvellir og baðstrendur eru meðal þess sem á að heilla ferðamenn.Sjá nánar um nýja mótssvæðið Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Á þessu ári verða 17 Formúlu 1 mót á dagskrá FIA í stað 18 á síðasta ári. Mót í Kanada og Frakklandi falla út, en nýtt mót í Abu Dhabi í Mið-Austurlöndum kemur inn í staðinn. Hermann Tilke er yfirhönnuður brautinnar í Abu Dahbi og hann fékk frítt spil við hönnunina. Brautin er 5.6 km löng og 10 metra breið og reiknað með að meðalhraðinn verði 198 km á klukkustund. Í tölvulíkönum er gert ráð fyrir að 3 staðir verði til framúraksturs. Brautin liggur um götur, tilbúið mótssvæði og höfn. Gert er ráði fyrir plássi fyrir 150 skútum, þar af 20 skútum sem eru 100 fet að lengd, en venjuleg skúta er 20-30 fet. Mótshaldarar eru með 15.000 manna starfslið við uppbyggingu brautarinnar. Búið er að byggja Ferrari skemmtigarð í Abu Dhabi, þar sem fólk getur tekið þátt í alskyns aksturs ævintýrum. Þá verða skipulagðar ferðir á jeppum í eyðimörkina í næsta nágrenni. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera Abu Dhabi ferðamannavænt og sjö stjörnu hótel, glæsilegir golfvellir og baðstrendur eru meðal þess sem á að heilla ferðamenn.Sjá nánar um nýja mótssvæðið
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira