Opinber lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi 13. desember 2009 03:32 Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga". Greint er frá þessu bæði í blöðunum Guardian og Telegraph í dag. Í Guardian segir að rannsóknin muni beinast að öllum bönkunum þremur, Landsbanka, Glitni og Kaupþingi en í frétt Telegraph er aðeins getið um Kaupþing. Þá hefur Telegraph heimildir fyrir því að stjórnarmenn Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafi þegar ráðið sér þekktan breskan lögfræðing vegna þessarar komandi rannsóknar. Lögfræðingurinn heitir Ian Burton og hefur sérhæft sig í fjársvikamálum. Hann er einn eigenda lögmannsstofunnar Burton Copeland. Fram kemur í Telegraph að undanfari rannsóknarinnar sé upplýsingasöfnun á vegum Serious Fraud Office undanfarna fjóra mánuði. Þar hafi lögreglan notið liðsinnis sérstaks saksóknara á Íslandi sem og Evu Joly sem aðstoðar íslensk yfirvöld. Guardian hefur eftir Richard Alderman forstjóra Serious Fraud Office að „madame Joly hefur verið í London og okkar menn hafa verið í Reykjavík. Við vinnum mjög náið með íslenskum yfirvöldum." Meðal þeirra „þekktu einstaklinga" sem tengjast komandi rannsókn nefna bæði blöðin Robert Tchenguiz og Kevin Stanford. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga". Greint er frá þessu bæði í blöðunum Guardian og Telegraph í dag. Í Guardian segir að rannsóknin muni beinast að öllum bönkunum þremur, Landsbanka, Glitni og Kaupþingi en í frétt Telegraph er aðeins getið um Kaupþing. Þá hefur Telegraph heimildir fyrir því að stjórnarmenn Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafi þegar ráðið sér þekktan breskan lögfræðing vegna þessarar komandi rannsóknar. Lögfræðingurinn heitir Ian Burton og hefur sérhæft sig í fjársvikamálum. Hann er einn eigenda lögmannsstofunnar Burton Copeland. Fram kemur í Telegraph að undanfari rannsóknarinnar sé upplýsingasöfnun á vegum Serious Fraud Office undanfarna fjóra mánuði. Þar hafi lögreglan notið liðsinnis sérstaks saksóknara á Íslandi sem og Evu Joly sem aðstoðar íslensk yfirvöld. Guardian hefur eftir Richard Alderman forstjóra Serious Fraud Office að „madame Joly hefur verið í London og okkar menn hafa verið í Reykjavík. Við vinnum mjög náið með íslenskum yfirvöldum." Meðal þeirra „þekktu einstaklinga" sem tengjast komandi rannsókn nefna bæði blöðin Robert Tchenguiz og Kevin Stanford.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira