15. meistaratitill LA Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2009 08:59 Kobe Bryant með bikarana tvo og fjóra fingur á lofti eftir leikinn í nótt. Nordic Photos / AFP Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum. NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum.
NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum