Viðskipti erlent

Franska forsetafrúin selur höll sína á Ítalíu

Arrivederci Ítalía og bonjour Frakkland. Franska forsetafrúin Carla Bruni hefur selt höll sína á Ítalíu til arabísk sheiks fyrir tæpa 1,4 milljarða kr.. Þar með hefur Bruni ákveðið að kveðja heimaland sitt en hún ólst upp í þessari höll.

Höllin sem hér um ræðir ber nafnið Castello di Castagneto Po og stendur í grennd við Tórínó. Það var faðir Bruni, iðnaðarauðjöfurinn Alberto Bruni Tedeschi sem keypti höllina á sínum tíma árið 1952 en kaupverðið þá nam um 17 milljónum kr..

Carla fæddist í höllinni árið 1968 en rúmlega áratug síðar neyddist fjölskyldan til að flýja Ítalíu vegna morðhótanna frá öfgahópnum Rauða herdeildin.

Fram kemur í frétt um málið í Daily Mail að Carla Bruni mun búinn að fá upp í kok af Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Kornið sem fyllti mælinn var brandari sem Berlusconi sagði um Barak Obama forseta Bandaríkjanna. Í framhaldi af því ákvað Carla Bruni að segja arrivederci við heimaland sitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×