Fyrirtæki skila uppgjörum seint og illa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 29. apríl 2009 08:00 Rakel Sverrisdóttir. Mynd/Stefán „Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo. Markaðir Viðskipti Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
„Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira