Ný vísitala gæti orðið til eftir upprisu Kauphallar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. janúar 2009 00:01 Litlir sveinar leika sér á markaðnum. Jólasveinarnir, Grýla og fylgdarlið skreyttu Kauphöllina yfir jólin. Skrautið var tekið niður í gær. Mynd/Stefán „Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum. Markaðir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira