Viðskipti innlent

Nikita hannar föt fyrir tölvuleik

Aðalheiður Birgisdóttir, hannar föt fyrir alþjóðlegan tölvuleik.
Aðalheiður Birgisdóttir, hannar föt fyrir alþjóðlegan tölvuleik.

Föt frá íslenska fatahönnunarfyrirtækið Nikita verður í tölvuleiknum Stoked, sem XBOX 360 mun gefa út núna á þriðjudaginn. Leikurinn hefur verið markaðssettur um víða veröld.

Leikurinn, sem er allur hinn veglegasti samkvæmt tilkynningu, mun bjóða spilendum að klæða persónur sínar í föt frá Nikita. Þá mun vera hægt að klæða fræga atvinnumenn í snjóbrettasportinu í föt frá íslenska fatahönnunarfyrirtækinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur fatahönnuður nýtir hönnun sína í tölvuleik sem verður seldur um alla veröld.

Nikita er í eigu Aðalheiðar Birgisdóttur, eða Heiðu í Nikita, eins og hún er iðullega kölluð. Fyrirtækið hannar snjóbrettaföt fyrir stelpur og hefur náð nokkrum alþjóðlegum vinsældum.

Leikurinn verður gefinn út þann 24 febrúar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×