Fullskipað í öll Formúlu 1 lið 6. febrúar 2009 09:36 Sebastin Bourdais mun aka með Torro Rosso eins og í fyrra. mynd: kappakstur.is Frakkinn Sebastian Bourdais var í morgun staðfestur sem ökumaður Torro Rosso. Þá er skipað í öll Formúlu 1 lið ársins, en Svisslendingurinn Sebastian Buemi verður nýliði hjá Torro Rosso. Borudais hefur þurft að þola langa og taugatrekkjandi bið í vetur. Hann ók hjá Torro Rosso í fyrra með misgóðum árangri og yfirmenn hans voru ekki vissir um að hann hefði það sem til þarf. En nýjar reglur og notkun sléttra kappakstursdekkja sem Bourdais þekkir vel úr bandarískum mótaröðum urðu til þess að Franz Tost tók þá ákvörðun að framlengja samning hans. Þar með eru möguleikar Takuma Sato á endurkomu í Formúlu 1 úr sögunni. Hann ók áður með Super Aguri liðinu sem varð gjaldþrota. Bourdais var að vonum ánægður með samninginn. "Þetta er búinn að vera erfiður vetur, en ég hlakka til að takast á við tímabilið og nýjar reglur Formúlunnar. Árið verður spennandi", sagði Bourdais. Nánar um Bourdais Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Frakkinn Sebastian Bourdais var í morgun staðfestur sem ökumaður Torro Rosso. Þá er skipað í öll Formúlu 1 lið ársins, en Svisslendingurinn Sebastian Buemi verður nýliði hjá Torro Rosso. Borudais hefur þurft að þola langa og taugatrekkjandi bið í vetur. Hann ók hjá Torro Rosso í fyrra með misgóðum árangri og yfirmenn hans voru ekki vissir um að hann hefði það sem til þarf. En nýjar reglur og notkun sléttra kappakstursdekkja sem Bourdais þekkir vel úr bandarískum mótaröðum urðu til þess að Franz Tost tók þá ákvörðun að framlengja samning hans. Þar með eru möguleikar Takuma Sato á endurkomu í Formúlu 1 úr sögunni. Hann ók áður með Super Aguri liðinu sem varð gjaldþrota. Bourdais var að vonum ánægður með samninginn. "Þetta er búinn að vera erfiður vetur, en ég hlakka til að takast á við tímabilið og nýjar reglur Formúlunnar. Árið verður spennandi", sagði Bourdais. Nánar um Bourdais
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira