Viðskipti erlent

Danir leggja áherslu á siðareglur Lífeyrissjóða

Danir hugsa ekki einungis um ferðalög, matvoru og annað sem getur lífgað upp á elliárin þegar þeir leggja fyrir. Þrír af hverjum fjórum telja einnig að það sé mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hafi góðar siðareglur.

Þetta sýnir ný neytendakönnun sem fyrirtækið Userneeds hefur gert fyrir Forsikring & Pension, sem er dönsk tryggingastofnun. Þá eru 82% þeirrar skoðunar að lífeyrissjóðir verði að gæti siðferðis í fjárfestingum sínum. „Við í lífeyrissjóðsgeiranum erum meðvitaðir um að það er mikilvægt að gæta siðferðis í fjárfestingum," segir Per Bremer Rasmussen, forstjóri Forsikring & Pension.

Einungis fjórir af fimm lífeyrissjóðum hafa opinberað siðareglur sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×