Viðskipti erlent

Hlutir í JJB Sports falla um 10% í London

Hlutir í JJB Sports hafa fallið um 10% í kauphöllinni í London í morgun eftir að Kaupþing hóf að selja tæplega 29% hlut sinn í íþróttavöruverslanakeðjunni.

Við upphaf viðskipta í morgun stóð hluturinn í 10,5 pensum en er nú í 9,3. Samkvæmt frétt í The Guardian reiknaði Kaupþing með því að fá um 10 pens fyrir hlutinn.

Miðað við stöðuna nú má reikna með að Kaupþing fái um 6 milljónir punda fyrir sinn snúð eða um einn milljarð kr. en alls er um 65 milljón hluti að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×