Viðskipti erlent

Bretland gæti þurft á aðstoð AGS að halda

George Soros
George Soros

Bretar gætu þurft á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda vegna efnahagsvandans. Þetta segir fjárfestirinn George Soros í dag en hann græddi einn milljarð bandaríkjadollara á svarta miðvikudeginum árið 1992. Hann segir Bretland standa brothætt gagnvart efnahagsvandanum sem nú ríður yfir heiminn.

Það er The Times sem greinir frá í dag. Soros segir þetta degi eftir að ríkishlutabréf féllu í fyrsta skiptið í fjórtán ár, það hringir viðvörunarbjöllum um getu Bretlands til að standa undir auknum skuldum sínum. Hann sagði að Gordon Brown gæti þurft að biðja um milljarða punda aðstoð úr alþjóðlegum sjóðum vegna þessa.

„Vandamálið er að bankakerfið er stærra en efnahagur landsins....ef Bretland ætlar að standa eitt mun það auka á vandann, sagði hann. Hann sagði að ef bankakerfið héldi áfram að hrynja væri möguleikinn á hjálp frá AGS mögulegur en á þessari stundu væri hann ekki líklegur.

Bretland hefur ekki sótt um aðstoð frá AGS síðan 1976 þegar verðbólgan þar í landi náði 27 prósentum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×