ECB dælir tröllvöxnum upphæðum inn í bankakerfi Evrópu 24. júní 2009 18:25 Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. Fjallað er um málið í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ECB ætli með þessu að freista þess að örva útlán banka til fyrirtækja og einstaklinga og vinna þar með gegn samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er langtum stærsta innspýting sem bankinn hefur ráðist í frá upphafi. Hún jafngildir því að bankinn nær tvöfaldi núverandi fyrirgreiðslu í kerfinu, þar sem hún mun vaxa um 70% og nemur fjárhæðin um 5% af landsframleiðslu aðildarríkjanna. Búist er við að ríflega ellefu hundruð bankar muni nýta sér fyrirgreiðslu ECB. Í boði eru lán til eins árs með 1% vöxtum. Mikla spurn eftir þessum lánum má rekja til þess að markaðsaðilar búast nú við því að vextir fari að stíga upp á við á evrusvæðinu og er hér því um að ræða gott tækifæri til að fjármagna banka á undragóðum kjörum.Vonir standa til þess að aðgerðin lækki fjármögnunarkostnað banka umtalsvert. Þannig ættu skammtímavextir til eins árs einnig að lækka. Vextir á skemmri endanum á evrusvæðinu eru nú lægri en í Bandaríkjunum. Þá hafa millibankavextir í evrum einnig lækkað, um 2,6 punkta, niður í 1,185%. ECB varaði við því í síðustu viku, að bankar á evrusvæðinu þyrftu á næstu 18 mánuðum að afskrifa um 200 milljarða evra umfram það sem þegar hefur verið afskrifað. Lausafjárfyrirgreiðslan sem tilkynnt var í dag ætti að draga úr neikvæðum áhrifum þessara afskrifta á rekstur viðskiptabankanna Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. Fjallað er um málið í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ECB ætli með þessu að freista þess að örva útlán banka til fyrirtækja og einstaklinga og vinna þar með gegn samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er langtum stærsta innspýting sem bankinn hefur ráðist í frá upphafi. Hún jafngildir því að bankinn nær tvöfaldi núverandi fyrirgreiðslu í kerfinu, þar sem hún mun vaxa um 70% og nemur fjárhæðin um 5% af landsframleiðslu aðildarríkjanna. Búist er við að ríflega ellefu hundruð bankar muni nýta sér fyrirgreiðslu ECB. Í boði eru lán til eins árs með 1% vöxtum. Mikla spurn eftir þessum lánum má rekja til þess að markaðsaðilar búast nú við því að vextir fari að stíga upp á við á evrusvæðinu og er hér því um að ræða gott tækifæri til að fjármagna banka á undragóðum kjörum.Vonir standa til þess að aðgerðin lækki fjármögnunarkostnað banka umtalsvert. Þannig ættu skammtímavextir til eins árs einnig að lækka. Vextir á skemmri endanum á evrusvæðinu eru nú lægri en í Bandaríkjunum. Þá hafa millibankavextir í evrum einnig lækkað, um 2,6 punkta, niður í 1,185%. ECB varaði við því í síðustu viku, að bankar á evrusvæðinu þyrftu á næstu 18 mánuðum að afskrifa um 200 milljarða evra umfram það sem þegar hefur verið afskrifað. Lausafjárfyrirgreiðslan sem tilkynnt var í dag ætti að draga úr neikvæðum áhrifum þessara afskrifta á rekstur viðskiptabankanna
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira