Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach sem gerði góða ferð til Frakklands í átta liða úrslitum EHF-keppninnar í handbolta í dag.
Gummersbach vann Ivry 27-33 en þetta var fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitunum.
Þá léku bæði Ingimundur Ingimundarson og Gylfi Gylfason með Minden sem tapaði á heimavelli fyrir Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni, 25-29.