Landsbankinn hjálpar deCode 22. janúar 2009 03:15 DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur leyst úr skammtímavanda með sölu á safni skuldabréfa. Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira