Handknattleiksdeild Víkings var í dag sektuð um 50 þúsund krónur vegna hegðunar formanns handknattleiksdeildarinnar, Trausta Leifssonar.
Í dómi aganefndar HSÍ segir að framkoma Trausta í garð dómaranna eftir leik Víkings og Selfoss síðastliðinn föstudag hafi verið vítaverð.
Víkingur hefur rétt til þess að skjóta úrskurðinum til stjórnar HSÍ sem verður síðan að úrskurða í málinu innan viku.