Tískukroppar kreppunnar eru búttaðir og mjúkir 15. apríl 2009 16:08 Þvengmjóar fyrirsætur með heróín-útlit heyra nú sögunni til. Þær voru andlit uppsveiflunnar í tískunni á síðustu árum. Í dag eru tískukroppar kreppunnar búttaðir og mjúkir samkvæmt úttekt sem börsen.dk hefur gert á málinu. Brjóstastærðin á fyrirsætunum hefur blásið út um nokkur skálanúmer eftir að kreppan skall á og sjást þess greinilega merki á forsíðum tískutímarita þessa dagana. Það kemur sumsé í ljós að á krepputímum vilja menn nota fatafyrirsætur með heilbrigðar og mjúkar línur. Fyrirsætur sem eru jafnmikið augnayndi í garðinum sem á götunni. Hönnuðir og fataframleiðendur taka nú mið af þessum breytingum á smekk almennings enda eru þvengmjóar fyrirsætur með innfallnar kinnar ekki það sem fólk vill sjá í kreppunni. Franski nærfataframleiðandinn Lejaby hefur gengið svo langt að fyrirtækið kynnir nú sérstaka fatalínu sem er eingöngu fyrir konur sem geta fyllt vel út í brjóstahaldarana. Línan ber nafnið Elixir de Lingerie og segir talsmaður Lejaby að hún sé svarið við stærri brjóstum á fyrirsætum sem er tískuþróunin í Evrópu þessa stundina. Umboðsskrifstofur tískufyrirsætanna verða áþreifanlega varar við þessa nýju hugsun í útliti á skjólstæðingum sínum. Sem dæmi er tekið fyrirsætan Christina Pram hjá Scoop Models sem hefur meir en nóg að gera í augnablikinu. „Christina er grönn en hefur jafnfram línur sem þykja heitar í dag," segir Bente Lundquist annar eigenda Scoop Models. Christina Pram prýðir myndina sem fylgir með þessari umfjöllun. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þvengmjóar fyrirsætur með heróín-útlit heyra nú sögunni til. Þær voru andlit uppsveiflunnar í tískunni á síðustu árum. Í dag eru tískukroppar kreppunnar búttaðir og mjúkir samkvæmt úttekt sem börsen.dk hefur gert á málinu. Brjóstastærðin á fyrirsætunum hefur blásið út um nokkur skálanúmer eftir að kreppan skall á og sjást þess greinilega merki á forsíðum tískutímarita þessa dagana. Það kemur sumsé í ljós að á krepputímum vilja menn nota fatafyrirsætur með heilbrigðar og mjúkar línur. Fyrirsætur sem eru jafnmikið augnayndi í garðinum sem á götunni. Hönnuðir og fataframleiðendur taka nú mið af þessum breytingum á smekk almennings enda eru þvengmjóar fyrirsætur með innfallnar kinnar ekki það sem fólk vill sjá í kreppunni. Franski nærfataframleiðandinn Lejaby hefur gengið svo langt að fyrirtækið kynnir nú sérstaka fatalínu sem er eingöngu fyrir konur sem geta fyllt vel út í brjóstahaldarana. Línan ber nafnið Elixir de Lingerie og segir talsmaður Lejaby að hún sé svarið við stærri brjóstum á fyrirsætum sem er tískuþróunin í Evrópu þessa stundina. Umboðsskrifstofur tískufyrirsætanna verða áþreifanlega varar við þessa nýju hugsun í útliti á skjólstæðingum sínum. Sem dæmi er tekið fyrirsætan Christina Pram hjá Scoop Models sem hefur meir en nóg að gera í augnablikinu. „Christina er grönn en hefur jafnfram línur sem þykja heitar í dag," segir Bente Lundquist annar eigenda Scoop Models. Christina Pram prýðir myndina sem fylgir með þessari umfjöllun.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira