Fjögur ný lið vilja í Formúlu 1 29. maí 2009 13:44 Lola fyrirtækið hefur verið starfrækt í 50 ár og hefur keppt í Le Mans síðustu ár. mynd: kappakstur.is Fjögur keppnislið með mikla reynslu af kappakstri hafa sótt um þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010. Lokafrestur til að sækja um þátttöku í Formúlu 1 rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í ár hafa sótt um þátttökurétt og gerðu það fyrir stundu. Prodrive og Lola Í Bretlandi lögðu inn umsókn til FIA í dag, en frestur til uumsókna rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í dag hafa sótt formlega um þátttöku með þeim skilyrðum að nýjum og eldri liðum verði ekki mismunað hvað reglur og útbúnað bílanna varðar, eins FIA vill gera. Fjögur ný lið í Formúlu 1 sótt um í dag. Fyrr í mánuðinum sóttu USF1 frá Bandaríkjunum og Campos frá Spáni um þátttöku og tvö ný lið sóttu um í dag. Lola var á árum áður í Formúlu 1 en hefur síðustu ár smíðað bíla í Le Mans kappaksturinn sögufræga. Fyrirtækið hefur smíðað hartnær 4000 keppnisbíla. Prodrive sótti einnig formlega um þátttökurétt í dag, en framkvæmdarstjóri þess var áður stjóri BAR Honda og hefur m.a. unnið með Aston Martin að kappakstursmálum og rekið ralllið Subaru. FIA mun taka sér tíma til 14. júni að tilkynna hvaða lið fá þátttökurétt á næsta ári. Færri lið munu komast að en vilja, ef þau lið sem nú keppa sækja um eða verða með á næsta ári líka. Líklegt er að 26 bílar verði á ráslínu á næsta ári í stað 20 í ar. Sjá nánar um málið Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjögur keppnislið með mikla reynslu af kappakstri hafa sótt um þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010. Lokafrestur til að sækja um þátttöku í Formúlu 1 rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í ár hafa sótt um þátttökurétt og gerðu það fyrir stundu. Prodrive og Lola Í Bretlandi lögðu inn umsókn til FIA í dag, en frestur til uumsókna rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í dag hafa sótt formlega um þátttöku með þeim skilyrðum að nýjum og eldri liðum verði ekki mismunað hvað reglur og útbúnað bílanna varðar, eins FIA vill gera. Fjögur ný lið í Formúlu 1 sótt um í dag. Fyrr í mánuðinum sóttu USF1 frá Bandaríkjunum og Campos frá Spáni um þátttöku og tvö ný lið sóttu um í dag. Lola var á árum áður í Formúlu 1 en hefur síðustu ár smíðað bíla í Le Mans kappaksturinn sögufræga. Fyrirtækið hefur smíðað hartnær 4000 keppnisbíla. Prodrive sótti einnig formlega um þátttökurétt í dag, en framkvæmdarstjóri þess var áður stjóri BAR Honda og hefur m.a. unnið með Aston Martin að kappakstursmálum og rekið ralllið Subaru. FIA mun taka sér tíma til 14. júni að tilkynna hvaða lið fá þátttökurétt á næsta ári. Færri lið munu komast að en vilja, ef þau lið sem nú keppa sækja um eða verða með á næsta ári líka. Líklegt er að 26 bílar verði á ráslínu á næsta ári í stað 20 í ar. Sjá nánar um málið
Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira