Handbolti

Kasper Hvidt lokaði markinu og Ólafur missti af bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson klikkaði á tveimur vítum í úrslitaleiknum.
Ólafur Stefánsson klikkaði á tveimur vítum í úrslitaleiknum. Mynd/Vilhelm

Barcelona varð í kvöld spænskur bikarmeistari í handbolta eftir 29-26 sigur á Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real í úrslitaleiknum. Danski markvörðurinn Kasper Hvidt hjá Barelona var maður leiksins.

Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk úr 7 skotum í leiknum en hann lét Kasper Hvidt verja frá sér tvö víti. Öll mörkin hans Ólafs komu á fyrstu sextán mínútum leiksins.

Staðan var 14-14 í hálfleik og staðan var 24-23 þegar sjö mínútur voru eftir. Laszlo Nagy skoraði þá þrjú mörk í röð fyrir Barcelona sem breytti stöðunni í 28-24 á fjórum slæmum mínútum fyrir Ciudad-liðið.

Barcelona náði því að hefna fyrir tapið í fyrra þegar Ciudad Real tryggði sér bikarinn með 31-30 sigri í úrslitaleik liðanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×