Viðskipti erlent

Forstjóraskipti hjá íslenska bankanum FIH

Lars Johansen lét í dag af störfum sem forstjóri FIH Erhvervsbank.
Lars Johansen lét í dag af störfum sem forstjóri FIH Erhvervsbank.
Lars Johansen lét í dag af störfum sem forstjóri danska bankans FIH Erhvervsbank. Bankinn er dótturfélags Kaupþings og þar af leiðandi í eigu íslenska ríkisins. Lars hefur stýrt bankanum undanfarin 11 ár.

 

Við tekur hinn 44 ára gamli Henrik Sjøgreen sem starfað hefur hjá banknum undanfarin 18 ár en hann hefur gegnt embætti aðstoðarforstjóra undanfarin ár.

Nýverið var tilkynnt að FIH bankinn þyrfti að afskrifa um hálfan milljarð danskra króna eða tæplega 10 milljarða íslenskra króna eftir seinasta ár. Samt sem áður mun bankinn skila hagnaði eftir árið.

Frétt Børsen um forstjóraskiptin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×