Formúla 1

Massa fær ekki keppnisleyfi 2009

Felipe Massa var hætt kominn þegar hann slasaðist í Ungverjalandi í sumar.
Felipe Massa var hætt kominn þegar hann slasaðist í Ungverjalandi í sumar. mynd: Getty Images

Brasilíumaðurinn Felipe Massa fékk ekki keppnisleyfi hjá FIA eftir ítarlega læknisskoðun um helgina. Hann slasaðist alvarlega í slysi í Ungverjalandi í sumar.

Ferrari var að skoða möguleikann á því að hann keppti í lokamótinu í Abu Dhabi um mánaðarmótin. Af því verður ekki, þar sem endurhæfing Massa hefur ekki fært honum nægilegan styrk að mati lækna FIA.

Hins vegar var gleðiefni að hann er með 100% sjón, en hann fékk gorm úr bíl Rubens Barrichello í gagnaugnað í keppni í Ungverjalandi í sumar. Læknar höfðu áhyggjur af sjón á öðru auganu gæti hafa skaddast.

Massa mun aka með Fernando Alonso á næsta ári, en Giancarlo Fisichella ekur áfram í síðustu mótunum með Ferrari ásamt Kimi Raikkönen, en keppt er í Brasilíu um næstu helgi.

Fjallað verður um mál Massa í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmutdagskvöld.

Sjá brautarýsingu frá Interlagos














Fleiri fréttir

Sjá meira


×