Hinir ríkustu gætu þróast yfir í aðra manntegund 26. október 2009 10:44 Ríkustu íbúar jarðarinnar gætu þróast yfir í aðra manntegund í framtíðinni vegna framfara í líftækni og hönnun vélmenna. Þetta segir bandaríski framtíðarfræðingurinn Paul Soffo. Í umfjöllun blaðsins Sunday Times um málið kemur fram að Soffo segir að í framtíðinni muni fólk geta ræktað sín eigin líffæri og skipt þeim út fyrir þau gömlu, tekið inn sérhönnuð lyf sem lengja æfi þeirra og notað genatækni til að fá aðvörun um ættgenga sjúkdóma og kvilla. Þetta rímar nokkuð við orð bandaríska vísindamannsins Ray Kurzweil sem segir að ódauðleikinn sé aðeins 20 ár inn í framtíðinni vegna hraðrar þróunar í örtækni (nanotechnology). Soffo segir að heimur morgundagsins verði samruni líffræði og tækni þar sem vélmenni sinni störfunum, bílar aki sér sjálfir og gervilimir verði betri en raunverulegir. Sá hængur er á málinu að aðeins þeir ofurríku muni geta borgað fyrir þetta. Framfarirnar muni leiða til mismununar milli stétta og að endanum gætu hinir ofurríku þróast yfir í aðra manntegund. „Á níunda áratugnum kom einkatölvan út úr bílskúrnum og breytti heiminum. Á tíunda áratugnum var það netið. Næsti stóri hluturinn í lífi okkar verða vélmenni," segir Soffo í viðtali við Sunday Times. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkustu íbúar jarðarinnar gætu þróast yfir í aðra manntegund í framtíðinni vegna framfara í líftækni og hönnun vélmenna. Þetta segir bandaríski framtíðarfræðingurinn Paul Soffo. Í umfjöllun blaðsins Sunday Times um málið kemur fram að Soffo segir að í framtíðinni muni fólk geta ræktað sín eigin líffæri og skipt þeim út fyrir þau gömlu, tekið inn sérhönnuð lyf sem lengja æfi þeirra og notað genatækni til að fá aðvörun um ættgenga sjúkdóma og kvilla. Þetta rímar nokkuð við orð bandaríska vísindamannsins Ray Kurzweil sem segir að ódauðleikinn sé aðeins 20 ár inn í framtíðinni vegna hraðrar þróunar í örtækni (nanotechnology). Soffo segir að heimur morgundagsins verði samruni líffræði og tækni þar sem vélmenni sinni störfunum, bílar aki sér sjálfir og gervilimir verði betri en raunverulegir. Sá hængur er á málinu að aðeins þeir ofurríku muni geta borgað fyrir þetta. Framfarirnar muni leiða til mismununar milli stétta og að endanum gætu hinir ofurríku þróast yfir í aðra manntegund. „Á níunda áratugnum kom einkatölvan út úr bílskúrnum og breytti heiminum. Á tíunda áratugnum var það netið. Næsti stóri hluturinn í lífi okkar verða vélmenni," segir Soffo í viðtali við Sunday Times.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira