Íslandsmótið í badminton: Tinna þrefaldur meistari Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:53 Tinna er þrefaldur Íslandsmeistari í badminton. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19. Innlendar Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Sjá meira
Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19.
Innlendar Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Sjá meira